Búnaðarrit - 01.01.1975, Page 386
358
BÚNAÐARRIT
gerist, þarf að halda stofninum sér og forðast blöndun
hans saman við liyrnda stofninn.
Vestur-Húnavatnssýsla
Þar voru sýndir 398 lirútar eða 116 lirútum fleira en 1970,
251 tveggja vetra og eldri og 147 veturgamlir. Þeir full-
orðnu voru nú 3,3 kg þyngri en jafnaldrar þeirra fyrir
fjórum árum og þeir veturgömlu 5,2 kg þyngri en 1970.
Hrútarnir flokkuðust nú verr en 1970, en að þessu sinni
voru mun fleiri sýndir. Þeir eru margir grófbyggðir og
aðrir ekki nógu vöðvafylltir á spjaldi, mölum og lærum.
Fyrstu verðlaun hlutu 155 eða 38,9% sýndra hrúta, 120
fullorðnir, sem vógu 101,8 kg, og 35 veturgamlir, er vógu
88,9 kg.
Þorkelshólshreppur. Þar voru sýndir 60 lirútar. Þeir
voru vfirleitt ekki mjög háfættir, en margir heldur liold-
þunnir að ofan miðað við læraliold. Þá bar og nokkuð á
holdleysi á tortu og upp í klofið. Fyrstu verðlaun hlutu
aðeins 14 fullorðnir og 7 veturgamlir. Á liéraðssýningu
voru valdir 8 hrútar, af þeim hlutu 2 I. heiðursverðlaun,
Lítillátur Torfa Sigurjónssonar á Stórhóli og Hnykill
Magnúsar Sveinbjörnssonar á Hrísum. Lítillátur hreppti
þar efsta sæti og hlaut samtals 85,5 stig. Hann er sonur
Dvergs 90 á Akri í A.-Húnavatnssýslu, sem á þessu hausti
eins og undanfarið, hefur reynzt mesti hrútafaðir í Húna-
vatnssýslum. Hnykill var 3. í röð með 82,5 stig. Hann
er fæddur að Akri, sonur Sléttbaks 67-122 og Bleikju 346.
Albróðir Hnykils, Prúður á Vigdísarstöðum, blaut einnig
I. heiðursverðlaun, og þriðji albróðirinn, Ófeigur á Akri,
stóð 2. í röð heiðursverðlauna hrúta á héraðssýningu í
A.-Húnavatnssýslu á þessu hausti.
Þverárhreppur. Sýning var lakar sótt en fyrir fjórum
árum. Báðir aldursflokkar voru nú þyngri en jafnaldrar
þeirra þá, en röðun mun lakari. Æði margir hrútar voru
grófir, holdlitlir og háfættir, og nokkrir mjög ullarslæmir,
en sumir sæðishrútar vel gerðir. Akurskyn var talsvert