Búnaðarrit - 01.01.1975, Page 390
362
BÚNAÐARRIT
I. verðlaun lilutu 33 fullorðnir og 10 vcturgamlir. Enginn
lirútur var talinn ónotliæfur. Hrútar í Hvítársíðu voru
mun þyngri nú en 1970. Fullorðnu hrútarnir vógu 91,5
kg 1970, og eru þeir því 10,0 kg þyngri nú, og vetur-
gömlu hrútarnir 10,9 kg þyngri. Á sýningunni hlutu 67%
fullorðnu hrútanna I. verðlaun eða eins og 1970. Af 17
veturgömlum hrútum hlutu 10 I. verðlaun eða 59%, en
1970 fengu aðeins 2 af 10 I. verðlaun. Veturgömlu lirút-
arnir hafa því verið mun betur þroskaðir í haust og þar
af leiðandi flokkazt betur. Á sýningu neðan girðingar voru
Frosti og Snjólfur á Háafelli og Keppur á Þorgautsstöð-
um beztir af 3 v. hrútum og eldri. Af tvævetrum hrútum
voru beztir Jarl á Síðumúlaveggjum, Eitill á Sámsstöðum
og Þristur á Háafelli, og af veturgömlum var Skalli á
Háafelli talinn beztur. I Fram-Síðu voru beztir Hvati á
Gilsbakka og Stóri-Kollur á Þorvaldsstöðum af 3ja v.
og eldri, en Víkingur, Erpur og Hrannar á Gilsbakka
af 2ja vetra hrútum, og af veturgömlum voru BoIIi á ICols-
stöðum og Jötunn á Gilsbakka dæmdir beztir. Hrútar í
Hvítársíðu eru yfirleitt ræktarlegar og sterkar kindur.
Þverárhlíðarhreppur. Þar var sýningin illa sótt. Sýnd-
ur var 21 hrútur, 13 fullorðnir, sem vógu 97,5 kg að
meðaltali, og 8 veturgamlir, sem vógu 79,2 kg að jafnaði.
I. verðlaun hlutu 5 fullorðnir og 2 veturgamlir. Af
hyrndum þriggja vetra lirútum var beztur Kubbur í
Grjóti, sem er prýðileg kind. Bjarlur og Fífill í Grjóti
stóðu efstir af kollóttu lirútunum þriggja vetra og eldri,
þeir cru báðir hlutfallagóðir og lágfæltir. Dreki í Norð-
tungu var eini tveggja vetra hrúturinn á sýningunni,
sem fékk I. verðlaun. Hann er álitleg kind, en þó full-
háfættur. Tveir veturgamlir hrútar hlutu I. verðlaun,
Gvendur á Höfða frá Höfða í Eyjahreppi, Snæf. og Risi
í Norðurtungu. Gvendur er fullútlögulítill, en Risi er í
grófara lagi. Bændur í Þverárhlíð þurfa að vanda betur
val hrúta en gert hefur verið, t. d. með því að notfæra
sér sauðfjársæðingar og aðstoð ráðunauts í ríkara mæli.