Búnaðarrit - 01.01.1975, Page 393
HRÚTASÝNINGAR
365
en snotur kind. Af tvævetlingunum voru efstir sæðingam-
ir Hörður Laxason í Krossnesi og Eldur Eldsson á Leiru-
læk. Hörður er hlutfallagóður og kostamikil kind, en
Eldur er jafnvaxinn einstaklingur. Bjartur í ICrossnesi
frá Haukatungu, Kolbeinsstaðahreppi, var eini vetur-
gamli lirúturinn, sem lilaut I. verðlaun. Hann er ágæt-
lega gerður lirútur.
Hraunhreppur. Sýndir voru 62 hrútar eða jafnmargir
og 1970, 51 fullorðinn og 11 veturgamlir. Fullorðnu hrút-
arnir vógu 92,6 kg að meðaltali eða 2,9 kg minna en
jafnaldrar þeirra í sýslunni og veturgamlir 76,7 kg eða
1,9 kg minna en hrútar í sama aldursflokki. Fyrstu verð-
laun lilutu 39 lirútar eða 62,9%, en aðeins 29% 1970,
svo að greinileg framför er í fjárræktinni í lireppnum. Af
liyrndum 3ja vetra og eldri lirútum voru beztir Ljómi
á Brúarlandi frá Haukatungu, Nökkvi á Skiphyl og Þór
í Lækjarbug. Ljómi er úrvals hrútur, jafnvaxinn og lág-
fættur, en Nökkvi og Þór eru vænir og kostamiklir. Efstir
af kollóttu lirútunum í sama aldursflokki voru Bjartur
í Hólmakoti, sem er prýðisgóð kind, Goði á Brúarlandi,
lágfætlur og jafnvaxinn, og Pjakkur í Einholtum, útlögu-
góður og þéttvaxinn hrútur. Blossi Eldsson og Fríður á
Mel voru efstir af liyrndu tvævetlingunum. Þeir em báðir
úrvalsgóðir hrútar. Aðrir voru Isak í Tröð frá Mýrdal
og Bjartur á Mel, einnig ágætir einstaklingar. Kollóttu
tvævetlingarnir Bloti Bátsson á Mel og Jakob í Tröð
frá Snorrastöðum stóðu efstir í sínum flokki. Þeir eru
báðir snotrar kindur. Kubbur Eiríks á Brúarlandi og
Kollur Leifs í Hítardal voru beztir af veturgömlu hrút-
unum. Kubbur er með beztu veturgömlu hrútunum í
sýslunni. Kollur er rýmisgóður, en fullháfættur.
Hrútar Magnúsar Guðbrandssonar á Álftá voru sýndir
sér vegna garnaveikihættu, en liann átti alls 5 I. verð-
launa hrúta, alla 3ja vetra og eldri. Beztu lirútar Magn-
úsar voru Fantur Laxason, Fríður og Spakur frá Höfða,
allir vel gerðir lirútar.