Búnaðarrit - 01.01.1975, Blaðsíða 394
366
BÚNAÐARRIT
1 hreppum Mýrasýslu eru landkostir misjafnir, eins
og bezt sést á vænleika fjárins. Þar sem lítið er um vall-
lendisgróður, en starir og hálfgrös eru aðalbeitarplöntur
búfjárins, verður vaxtarhraði dilka og alls ungviðis mjög
liægur, og það er lengi að taka út eðlilegan þroska. Þegar
liaft er í huga, að mýrargróður og hálfgrös hafa mest
60% meltanleika að sumrinu, þegar valllendisplöntur
liafa 70—75%, og votlendisplönturnar tréna fyrr og eru
þegar orðnar eggjalivítulitlar í ágústlok, er auðskilið, hve
ungar kindur eru þroskalitlar í þessum lireppum. f þeim
sveitum, þar sem mikill hluti beitarlandsins er votlendi,
þarf að auka hagaræktina, t. d. má bæta liana með því
að jafna skurðruðninga og sá í þá, áburðargjöf á skurð-
og árbakka og annaö þurrlendi, þar sem bezt fæst borg-
að fyrir áburðinn og dreifingu búfjáráburðar á holt og
mela. Þá þarf að liafa grænfóður til að bata tvílemb-
inga á að haustinu, ásamt góðri fóðrun að vetrinum, svo
að þroski f járins verði eðlilegur og afurðir batni.
Borgarfjarðarsýsla
f sýslunni voru sýndir 320 hrútar, 208 tveggja vetra og
eldri, er vógu 99,8 kg, og 112 veturgamlir, sem vógu 81,6
kg að meðaltali. Er það 91 hrút fleira og vænleiki þeirra
meiri en 1970, en þá vógu fullorðnir hrútar 92,5 kg og
veturgamlir 78,5 kg til jafnaðar. Nú hlutu 200 hrútar I.
verðlaun eða 62,5%, er það um 10% aukning frá 1970.
Ónothæfir voru nú dæmdir 3 hrútar eða 0,9%, en 1,7%
fyrir 4 árum. Hrútarnir hafa því batnað að jafnaði að
vænleika og hyggingarlagi á síðustu 4 árum, þó enn
vanti nokkuð á, að í hreppum sunnan Skarðslieiðar sé
nægilega vel valið fyrir þéttum holdum og góðu hygg-
ingarlagi fjárins. Þeir hreppar í sýslunni, sem ekki hafa
aðgang að Fjárræktarbiiimi að Hesti, verða að notfæra
sér sauöfjársæðingar meira en liingað til, ef þeir eiga að
fylgja öðrum sveitum héraðsins eftir í sauðfjárræktinni.
Hálsahreppur. Sýndir voru 34 hrútar, 22 tveggja vetra