Búnaðarrit - 01.01.1975, Blaðsíða 411
AFKVÆMASTNINGAR Á SAUÐFÉ
383
en ekki hrútsefni, ginilnin líklegt ærefni, Þróttur kröft-
ugur og þróttmikill hrútur, en ekki nógu fylltur á aftur-
malir og í lærum, fullorðna ærin í meðallagi frjósöm og
afurðasæl. Heiðbjört hlaut að meðaltali 8,3 afurðastig
árin 1972 og 1973.
HeíSbjört 67-378 hlaut II. veriUaun jyrir afkvœmi.
E. 65-205 sama eiganda er heimaalin, f. Gyllir 64-201, sem
áður er getið, m. Toppa 75, sem einnig hlaut I. verðlaun
fyrir afkvæmi 1968, sjá 82. árg., hls. 542. Ærin er hvít,
kollótt, með frábæra frambyggingu og vel gerð. Afkvæm-
in eru hvít, kollótt, 2—6 vetra ærnar vel geröar og líkjast
móður, veturgamla ærin þroskamikil, en grófgerð, Gyllir
grófur á malir og linur í lærum, 6 v. ærin frjósöm af-
urðaær, en yngri ærnar óráðnar. 205 hlaut að meðaltali
6,35 afurðastig árið 1972 og 1973.
65-205 hlaut II. verSlaun fyrir afkvcemi.
F. 67-242 sama eiganda er heimaalin, f. Roði 63-170, síðar
sæðisgjafi á Sæðingarstöð Vesturlands að Hvanneyri, m.
167. Ærin er hvít, kollótt, dröfnótt á haus, jafnvaxin og
gerðarleg, með allgóð læraliold. Afkvæmin eru livít, koll-
ótt, ærnar útlögumiklar og sterklegar, annar veturgamli
sonurinn þokkalegur I. verðlauna hrútur, gimbrarnar
snotur líflömb. Dæturnar eru allefnilegar afurðaær. Árin
1972 og 1973 lilaut 242 að meðaltali 6,05 afurðastig.
67-242 hlaut I. verSlaun fyrir afkvœmi.
G. 69-299 Guðbrandar Björnssonar á Smáhömrum er
heimaalin, f. Gyllir 64-201, sem að framan er getið, m.
Freyja 337, er hlaut II. verðlaun fyrir afkvæmi 1970,
sjá 84. árg., bls. 402. Ærin er livít, kollótt, sterkbyggð og
jafnvaxin, með allgóð lærahold. Afkvæmin eru livít, koll-
ólt, dætur líkjast móður að gerð, gimbrin allgott ærefni,
með góð læraliold. Angi er vel gerður fram, með góðan
lærvöðva, en ekki nógu fylltur upp í klofið, og með