Búnaðarrit - 01.01.1975, Page 415
AFKVÆMASÝNINGAR Á SAUÐFÉ 387
B. Depill 130 Guðmundar Þorsteinssonar, Finnbogastöð-
um, er heimaalinn, f. Broddi, m. Prúð. Hann er livítur,
kollóttur, bollangur og vöðvafylltur, en aðeins siginn í
baki, og nú með liðabólgu í framlimum. Afkvæmin eru
kollótt og hvít, nema ein ærin svört. Ærnar eru virkja-
miklar og bollangar, flestar vel gerðar, hrútarnir kjöt-
miklir og vöðvaðir niður á bóglegginn. Annað hrútlambið
er mjög líklegt lirútsefni, flest gimbrarlömbin allgóð
ærefni, ærnar frjósamar og álitlegar afurðaær. Depill
liggur vel í búsmeðaltali með vænleika sláturlamba.
Depill 130 hlaut II. verðlaun fyrir afkvœmi.
C. Dóni 139 Sigursteins Sveinbjörnssonar, Litlu-Ávík, er
frá Benedikt í Ámesi, f. Hnöttur 126, er lilaut II. verð-
laun fyrir afkvæmi 1972, sjá 86. árg., bls. 452, og síðar
seldur Sæðingarstöð Vesturlands að Hesti, m. Brúska 205.
Dóni er livítur, kollóttur, kröftugur og vel gerður lirútur,
með góða fælur og góða fótstöðu, en tæplega nógu fylltur
upp í krikann. Afkvæmin eru bvít og kollótt, nema 2
ærnar gráar, með sterka fætur og góða fótstöðu, jafngerð
og vöðvafyllt, nema livað skortir öllu meiri fyllu upp í
krika. Veturgömlu synirnir eru allálitlegir og þroska-
miklir hrútar, tvö brútlömbin mjög líkleg hrútsefni og
gimbrarnar flestar allálitleg ærefni.
Dóni 139 hlaut II. verðlaun fyrir afkvœmi.
D. Fengur 144 Guðmundar P. Valgeirssonar í Bæ er frá
Odda í Kaldrananeshreppi, f. Snúður 158, m. Kiipa 84,
ff. Óðinn 144, fff. Bassi 35, sem hlaut III. verðlaun fyrir
afkvæmi 1964, sjá 78. árg., bls. 422. Fengur er hvítur,
kollóttur, transtbyggður hrútur, með sterkt bak, ágæt
malahold og góðan lærvöðva, en aðeins opinn upp í klof-
ið. Afkvæmin eru kollótt og livít, nema tvær ærnar svart-
ar. Þau eru þróttmikil og bráðþroska, með sterka fætur,
góða fótstöðu og líkjast föður mjög að gerð og byggingu.
Veturgömlu synirnir eru þroskamiklir, brútlömbin not-