Búnaðarrit - 01.01.1975, Síða 418
390
BÚNAÐARRIT
jafnvaxin og vel gerð ær, frjósöm og afurSasæl. Afkvæm-
in eru kollótt, tvær ær gráar, liin hvít, Ljómi mjög
kröftugur og kjötmikill og dæturnar álitlegar afurðaær.
Fía 155 hlaut I. verSlaun fyrir afkvœmi.
E. Bjartakolla 45 Kristjáns Albertssonar, Melum, er frá
Finnbogastöðum, f. Spakur 100 frá Felli, m. Kúla 171.
Hún er hvít, kollótt, ágætlega gerð og jafnvaxin, frjósöm
og afurðamikil. Æmar eru ágætlega gerðar, og 5 v. ærin
liefur verið tvílemhd s. 1. tvö ár. Gimbrarnar eru ágæt
ærefni, Blær þroskamikill og hraustlegur, en fullgrófur
og skortir liold á afturmalir.
Bjartakolla 45 hlaut II. verSlaun fyrir afkvœmi.
F. Hvöt 107 Guðfinns Þórólfssonar í Árnesi er heima-
alin, f. Máni 121 í Norðurfirði, m. Krít 96. Hvöt er hvít,
kollótt, jafngerð og traustbyggð ær og farsæl í afurðum.
Afkvæmin eru hvít, kollótt, dæturnar traustlegar og sú
3 v. lofandi afurðaær, Baldur ágætur I. verðlauna lirútur,
en lömbin ekkert sérstök.
Hvöt 107 hlaut II. verSIaun fyrir afkvœmi.
G. Bjartleit 187 Þorsteins Guðmundssonar á Finnboga-
stöðum er heimaalin, f. Spakur 100, sem áður er getið,
m. Konnna 173. Hún er livít, kollótt, virkjamikil og
sterkleg ær, með ágætar útlögur, en þunnan bakvöðva.
Afkvæmin eru hvít, kollótt, útlögugóð, þunn á bakvöðva,
eins og móðirin, en yfirleitt með góð mala- og læraliold,
ærnar eru frjósamar, voru báðar mylkar gemlingsárið,
og gera góð lömb. Bjartleit er ágætlega frjósöm og vel
í meðallagi afurðasæl.
Bjartleit 187 hlaut II. ver&Iaun fyrir afkvæmi.
1 júlí 1975.