Búnaðarrit - 01.01.1975, Blaðsíða 428
400
BÚNAÐARRIT
ær á skýrslum. Lægstan meðalþunga höfðu ær í V.-Skafta-
fellssýslu, 53,0 kg, og Skagafjarðarsýslu, 55,7 kg. 1 ein-
stökum félögum eru þyngstar ær í Sf. Víking, Dalvík,
68,2 kg, Sf. Þistli 67,4 kg og í Sf. önfirðinga 66,0 kg, en
léttastar voru æmar í Sf. Hvammshrepps, V.-Skaftafells-
sýslu, 49,8 kg, 52,1 kg í Sf. Skriðuhrepps, Eyjafirði, 52,6
kg í Sf. Frosta, Skagafirði og 52,7 kg í Sf. Álftavershrepps.
Mest þyngjast ærnar í Sf. Mývetninga frá liaust- til vor-
vigtunar eða um 13,3 kg, þær þyngjast um 12,7 kg í Sf.
Reykdæla, 12,1 kg í Sf. Hafnarkauptúns og 12,0 kg í Sf.
Mýrahrepps, A.-Skaft. og í 11 öðrum félögum þyngjast
ærnar um 10,0 kg eða meira. Minnst þyngjast ærnar í Sf.
Siigfirðinga eða um 0,8 kg, í Sf. Grýtubakkahrepps, 1,6 kg
og í Sf. Gils, Geiradalshreppi, 1,8 kg. Meðalþungi um 30
þúsund áa í janúar var 59,9 kg.
III. Frjósemi ánna er nú meiri en nokkru sinni fyrr eða
160 lömb fædd og 151 lamb til nvtja á 100 ær. Vanliöld
eru 9 lömb eða 5,6%, sem er nokkru hærra en eðlileg
vanhöld. Frjósemi er mest í S.-Þingeyjarsýslu eins og
undanfarin ár, 178 lömb fædd og 168 lömb til nytja á
100 ær. Næst hæst er frjósemin í Rangárvallasýslu, 173
lömb fædd og 164 lömb til nylja eftir 100 ær. Frjósemin
er einnig nokkuð há í Árnessýslu, A.-Skaftafellssýslu og
N.-Þingeyjarsýslu. Lægst er frjósemin í Mýrasýslu, 130
lömb fædd og 126 lömb til nytja eftir 100 ær. Af ein-
stökum félögum er frjósemin hæst í Sf. Árskógslirepps,
191 lamb fætt á 100 ær, en þar var frjósemi einnig hæst
1970—’71, þá 184 lömb á 100 ær. 1 öðru sæti er Sf. Djúp-
árhrepps, 189 lömb fædd á 100 ær og 186 lömb fædd á 100
ær í Sf. Víking, Dalvík. Alls hafa 10 félög 180 lömb eða
fleiri fædd á 100 ær. Þessi félög eru öll í S.-Þingeyjar-
sýslu nema áðurnefnd félög og Sf. Hólmavíkur. Eitt félag
liefur yfir 180 lömb til nytja eftir 100 ær, Sf. Djúpár-
hrepps 185 lömb. IIjá Sf. Hólmavíkur koma 179 lömb
til nytja, 176 lömb í Sf. Reykjalirepps og 175 lijá Sf. Reyk-