Búnaðarrit - 01.01.1975, Page 453
NAUTGRIPARÆKTARFÉLÖGIN
425
Kýr, sem mjólknðu yfir 20000 fitueiningar (200 kg
mjólkurfitu), fjölgaði úr 1829 árið 1971 í 1996 árið 1972,
en þessi tvö ár liafa þær orðið langflestar. Skrá yfir nyt-
liæstu kýrnar í þessum hópi verður hirt í Frey á þessu
ári. Alls mjólkuðu 690 kýr yfir 23000 fe, en höfðu flestar
orðið 600 árið áður. Afurðahæsta kýrin miðað við mjólk-
urfitu í kg (eða fe) var Mósa 132, félagsbúinu áMöðruvöll-
um í Saurhæjarlireppi, en afurðir liennar voru 36883 fe
(369 kg mjólkurfita). Ársnyt hennar var 6706 kg og
fitan í mjólkinni 5,50%. Þetta eru næst mestu ársafurðir
kýr í sögu nautgriparæktarfélaganna. Islandsmetið var
sett 1971, er Skeiöa 19, Koti í Svarfaðardal, mjólkaði
372 kg mjólkurfitu. Miðað við mjólkurmagn varð liæst
Dúfa 79, Sigurðar Jónssonar, Reynistað í Skagafirði, sem
mjólkaði 7951 kg, en Jiún Jiafði lága mjólkurfitu, 3,44%.
I töflu III eru talin þau bú, þar sem mcðalnyt árskúa
var yfir 4000 kg og tala árskúa ekki lægri en 10,0. Eru
þau nú 218 á móti 221 árið áður, en þessi ár Iiefur fjöldi
þeirra orðið mestur. 1 töflunni er búunum skipt inn-
hyrðis í 4 flokka eftir fjölda árskiia, en raðað innan livers
stærðarflokks eftir nytliæð.
1 fyrsta flokknum eru bú með vfir 25 árskýr. Eru
þau 41, en voru 32 árið áður. Hæst meðalnyt á þessum
stærstu búum var á félagsbúinu, Hléskógum, Grýtubakka-
lireppi, 5166 kg, en árskýr þar voru 31,0. Er það jafnframt
annað liæsta búið af þeim 218, sem á skránni eru. Stærstu
búin í þessum hópi eru aftur á móti félagslniið á Einars-
stöðum og Sílastöðum í Glæsibæjarlireppi með 59,3 árskýr
og 4068 kg meðalnyt og félagsbúið á Skálpastöðum í
Lundarreykjadal með 57,1 árskú og 4219 kg meðalnyt.
I næsta stærðarflokki eru bú með 20—25 árskýr, alls
43. Er efst þeirra félagsbúið á Þríliyrningi í Skriðulireppi
með 4998 kg meðalnyt 23,1 árskúa. Bú með 15—20 árskýr
í þessari töflu eru 57 talsins. Tvö liin efstu eru bú Trausta
Pálssonar, Laufskálum í Hólalireppi, með 5074 kg meðal-
nyt 16,4 árskúa og bú Þórhalls Péturssonar, Grund í Svarf-