Búnaðarrit - 01.01.1975, Side 475
NAUTGRIPARÆKTARFÉLÖGIN 447
Strandasýslu, sem náðu ekki uppgjöri J>að ár, en eru nú
í því. Má J)ví segja, að Jiátttakan sé svo til liin sama og
áður. Þessir bændur áttu alls 21017 kýr, sem er aukning
um 1745 frá árinu á undan. Hefur fjöldi skýrslufærðra
kúa aldrei orðið meiri en nú. Ilefur hann vaxið árlega
eftir J)ví, sem vélskýrsluhaldið hefur breiðzt út, enda
verið gert stórátak í ýmsum liéruðum til að auka skýrslu-
haldið um leið og tölvunotkun var tekin upp.
Meðalfjöldi kúa á félagsmann var 20,6 á móti 19,1
árið 1973, en meðalfjöldi reiknaðra árskúa 17,1 á móti 16,2
árið fyrir. Skýrslur voru haldnar yfir 56,7% af kúm
landsmanna miðað við tölu kúa á liaustnóttum 1974,
sem er aukning um 4,6 hundraðshluta einingar.
Samanburður á meðaltölum úr öllum félögunum í
töflu I við niðurstöður 1973 er sem fyrr aðeins fyllilega
réttur gagnvart meðalnyt reiknaðra árskiia. Var hún
3659 kg, sem er lækkun um 27 kg frá árinu áður. Hefur
liún orðið hæst 3806 kg, sem var árið 1971, en síðan
hefur liún stöðugt lækkað.
Vafalaust eru ýmsar ástæður fyrir J)essari lækkun, J)ótt
})ær liafi ekki verið kannaðar sérstaklega. Kjarnfóður
var um skeið ódýrt miðað við verðlag á mjólk, en hefur
hækkað síðustu árin. Aukin J)átttaka skýrslulialds í sveit-
um, ])ar sem kynbætur voru ekki komnar eins langt áleiðis
og í gömlu félögunum, leiðir eðlilega til lækkunar nieðal-
nytjar. I J)riðja lagi kann svo að vera, að nautavalið
liafi ekki tekizt nægjanlega vel að undanförnu til að
lialda í horfinu og fleira mætti nefna. Álíka sveiflur
hafa áður átt sér stað, en jafnazt aftur á skömmum tíma,
og er sennilegt, að ekki líði á löngu, unz aftur verði
sett met í meðalafurðum skýrslufærðra kiia.
Meðalnyt heilsárs kúa 1974 var 3728 kg með 4,10%
mjólkurfitu, þ. e. 153 kg mjólkurfita, en })ær voru 12945
talsins. Þessar afurðir eru að vísu ekki fyllilega sambæri-
legar við meðaltölur um lieilsárs- og fullmjólkandi kýr
árið 1973, en ])ó nær því en áður, ])ar sem heilsárs kýr