Búnaðarrit - 01.01.1943, Blaðsíða 149
I? Ú N AÐ ARRIT
147
Á. G. E. gefnr margsinnis í skyn, að ég þykist bera
mikil nýmæli á borð, en nýmælin séu bara engin
nema tilraun mín til að gera upp á milli nýræktar við
kauptún og í sveitum. — Segir hann um leið, að Bún-
aðarfélag Islands og jarðyrkjunáðunautar þess sýni
„miklu meiri nliið“ (undirstrikað af mér, Á. L. J.;
vic5 að leiðbeina um nýrækt við kauptún en í sveitum.
Finnst ekki lesandanum til um málfærslu Á. G„ E.?
Eg fullyrði, að starfsmenn B. í. leggi sömu alúð í
leiðbeiningar sinar, hver sem hlut á að máli. En hitt
verður síður við ráðið, hverjir láta það vera að biðja
um leiðbeiningar.
1 erindi því, sem ég flutti á búnaðarþingi 1939,
komst ég þannig að orði: „Sem dæmi þess, hvaða þýð-
ingu leiðbeiningar fagmanna hafa haft á þessu sviði,
þá vil ég aðeins benda á, að þær ræktunarfram-
kvæmdir í sveitum eða við kauptún landsins, sem
unnar hafa verið eftir fyrirmælum eða áætlunum
kunnáttumanna, skera sig gersamlega úr, og þó kem-
ur því miður fyrir, að fyrinnælunum er ekki fylgt að
öllu leyti, í imynduðu sparnaðarskyni, en engin tök
á að hafa eftirlit eftir þörfum.“
Eg hef hvergi haldið því fram í grein minni, að ég
flytti nýmæli. (Á. G. E. skýtur sér hér sem oftar
undir sérréttindi skálda). Ætlun mín var að hræra
upp í pottinum — reyna að koma hreyfingu á stað,
hvað ekki varð í sambandi við grein Á. G. E. í Bún-
aðarritinu fvrir 1U árum síðan, né heldur í sambandi
\ið grein Ólafs Jónssonar íramkvæmdarstjóra, í Árs-
riti R. N., sem því miður á of fáa lesendur.
Um leið og Á. G. E. minnir á grein sína: Ræktunar-
mál, i Búnaðarritinu 1931, segir hann í neðanmáls-
grein: ,,Á. L. J. svaraði þessari grein minni í Frey og
gerði allmiklar alhugasemdir við hana, taldi mig
draga of mikið taum túnræktarinnar og gaf mér við-
urnefnið „verri“ (Árni verri) í'yrir þær sakir.“