Búnaðarrit - 01.01.1953, Blaðsíða 14
12
BÚNAÐARRIT
heyskapinn, og því ódýrari taðan, sem af túninu fæst.
Þess vegna á að keppa að því að fá túnið í sem bezta
rækt. Hver bóndi þarf að gera sér Ijóst, hvað hann
geti gert til þess að bæta ræktina í túni sínu. Þegar
liéraðsráðunauturinn kemur til hans til þess að mæla
jarðabætur, á hann að spyrja hann ráða og, ásamt
honum, reyna að finna ástæðurnar fyrir lélegri
sprettu túnsins og á hvern hátt þær verði gerðar
óvirkar.
Um ýmsar orsakir getur verið að ræða. Túnið get-
ur verið of raklent. Til þess segir graslagið eða gras-
tegundirnar, sem á því vaxa. Það kemur líka fram í
því, að kýrnar vilja ekki éta töðuna af því nema því
aðeins, að það hitni í lienni og hún orni. Og þó að hún
sé sett í vothey, éta þær það ekki samt. Þegar þannig
er háttað, þarf tvímælalaust að ræsa túnið fram. Oft-
ast mun það hagkvæmara heldur en þurrka nýtt tún-
stæði, brjóta það og rækta.
Ef til vill sprettur túnið elcki af því, að það vantar
áburð. Á því er nokkuð hægt að átta sig með því að
aðgæta, hvað borið hefur verið á undanfarin ár, en til
þess að geta það, þarf bóndinn að þeklcja stærð túns-
ins, bæði í heild og einstakra hluta þess, og vita, hve
mikið hann hefur borið á hvern einstakan hluta þess.
Vaninn blindar menn oft.
Margir bændur bera á, eins og faðir þeirra kenndi
þeim, en gæta ekki þess, hvort það hefur verið hag-
kvæmt. Talið er, að það þurfi 10 000—12 000 kg af
kúamykju á dagsláttuna, og bezt að hera hana á og
dreifa úr á þýða jörð að haustinu. Annars er heppi-
legra að nota mykjuna í flögin og plægja hana þar
niður, en nota frelcar tilbúinn áburð á túnin. Hæfi-
leg áburðarnolkun á hektara er talin 360 lcg af kalk-
ammonsaltpétri, 135 kg af þrífosfati og 120 lcg af
klórsúru kalí. Með þessu áburðarmagni helzt tún í
góðri rækt og gefur af sér 45—50 hesta af hektara.