Búnaðarrit - 01.01.1953, Blaðsíða 229
BÚNAÐARRIT
227
og júlí og fjöldinn ekki fyrr cn í síðari hluta júlí
og fyrst í ágúst. Hjá einstaka bónda hófst slátturinn
ekki fyrr en komið var nokkuð fram í ágúst. Nokkrir
liöfðu þó, áður en þeir byrjuðu slátt á túnum, sótt
sér nokkurn heyskap i sinuflóa til fjalta og aðrir á
áveituengjar, og nieð því lengt heyskapartíniann.
Allt sumarið var þurrviðrasamt, og það svo, að
undantekning mun ])að vera, hafi nokkurn tímann
á ])essu sumri komið ofan i flekk. Heyin frá sumrinu
eru því sérstaklega góð, og þarf að leita langt aftur
í tímann til að finna sambærileg hey að gæðum.
Ilaustið (sept., okt.) var gott og hagfellt, og héldu
menn alls staðar áfram að heyja. Göngum var víða
frestað, og nokkrir heyjuðu fram i októbermánuð.
Varð þetta til þess, að heyskapur varð miklum mun
betri en á horfðist um vorið og framan af sumri.
Töðufengur er þó víða með minna móti, og orsakast
það bæði af sprettunni, kalinu og því, hve há spratt
víða illa vegna þurrkanna og hve scint sláttur hófst.
Aftur mun útheyið töluvert meira en undanfarin ár.
Það var meira slegið á engjum en gert hefur verið
hin síðari ár, og flæðiengjar, sem vatn hélzt á í
vorlculdunum, spruttu vel. Reynslan siðustu þrjú árin
sýnir, að menn hafa vanmetið flæðiengjarnar, og er
rétt fyrir menn að gefa því meiri gaum en gert hefur
verið, hve vel þær reynast í köldum vorum, þegar kal
kemur í túnin og lælckar eftirtekjuna af þeim.
Kartöfluuppskeran varð léleg, og sums staðar
engin, og kom margt til. Víða komust kartöftur seint
í jörðina vcgna kulda, og hafði það sín áhrif. En svo
komu frostnætur, er stórskemmdu sprettuna. Sú
fyrsta kom 6. ágúst í innsveitum norðan- og austan-
lands, og sá þá á grasi á nokkrum stöðum. Aftur
kom frost 27.—29. ágúst, og þá allt niður í -v- 4° C.
um nætur. Kolféll þá kartöflugras víða, svo að úr
sprettu varð ekkert eftir það. Enn komu þurrkarnir