Búnaðarrit - 01.01.1953, Blaðsíða 228
226
BÚNAÐARRIT
ástæða til að taka það frani, að Búnaðarfélag íslands
og Stéttarsamband bænda hafa ávallt gætt þess að
ílytja aldrei Jiey af svæði, þar seni garnaveiki hefur
orðið vart, á svæði, þar sem menn héldu veikina
ókomna.
Rétt fyrir og um sumarmálin hlýnaði í veðri, og
byrjaði jörð þá að grænka, og víða urðu tún algræn.
Aftur kólnaði þó, og 27.—29. maí gerði stórhríð víða
um Vestur-, Norður- og Austurland. Verst varð hríð-
in við fjallgarðinn milii Húnavatns- og Skagafjarðar-
sýslu, og fenntu þar nokkrir tugir hrossa. Sauðfé,
sem húið var að sleppa, fennti víða, og lömb fórust
mörg, og má segja, að lambahöld yrðu víða slæm.
Engar tölur liggja þó fyrir, er sanni þetta, en bæði
var þetta vitað í vor, þó að menn þá gerðu mismikið
úr fjárskaðanum, eins og gengur, og svo kom þetta
greinilega í ljós í haust, ]>egar sláturtíðin kom og
sást, hvað menn komu með af dilkum til slátrunar.
Upp úr hríðinni gerði kulda, svo að kyrkingur kom
í allan gróður, og á nokkrum stöðum hvítnuðu tún
upp, sem áður voru orðin græn. l'únin bafði kalið, og
grænkuðu ekki aftur. Viða gætli enn kals frá nndan-
förnum árum, og varð þetta til þess, ásamt stöðugum
kuldum og þurrkum, að sprcttu fór hægt fram og varð
mjög sein og óvíða góð.
Sumarið (júní, júlí og ágúst) var kalt og þurrt.
Á Norður- og Austurlandi varð liiti sumarsins 1%—2°
neðan við meðalhita, en á Suðurlandi varð munur-
inn minni cða nálægt ^0. Allan júnímánuð var stöðug
norðanátt með kuldum og oftast þurrviðri og sólskini
sunnanlands, en kuldasvelgjandi og dumbungsveður
norðan- og austanlands. Harðlcnd tún brunnu, og
gróðri fór lítið fram. Einstaka bændur, sem áttu tún
í góðri rækt og hæfilega raklend og höfðu borið
vel og snemma á, byrjuðu slátt síðari hluta jání.
Aðrir byrjuðu ekki fyrr en um mánaðamótin júní