Búnaðarrit - 01.01.1953, Blaðsíða 230
228
B C N A fí A R R I T
til og orsökuðu lélega uppskeru víða i sandgörðum
sunnanlands. Kartöfluuppskeran varð því fyrst og
fremst álcaflega misjöfn, sums staðar engin og hvergi
góð. Hefði þó mátt vænta hennar góðrar og nægrar til
neyzlu í landinu, því að meira var sett niður að vorinu
en undanfarin ár, og þess þá vænzt, ef meðaluppskera
fengist, að kartöfluinnflutning allan mætti spara.
Gulrófnauppskeran var mjög sæmileg, þrátt fyrir
þurrt og kalt sumar, og garðmatur úr vermihúsum
varð líkur og venjulega.
Sláturfé reyndist misjafnt. Vegna þess, hve seint
greri, hafði sauðkindin gróandi gras alveg fram á
liaust, og misfelli komu engin á féð úr því, að maí
lauk. I>að mátti því tcljast vist, að fé grði vænt eftir
sumarið. Og þó eru undantekningar. Þær eru aðal-
lega þar, sem menn sinntu ekki um féð um burðinn
og höfðu elcki heg cða fóðurbæti til að gefa þá. Sér-
staklega bar á þessu þar, sem þröngt var i högum
að vorinu. Þar kom gróðurinn ekki það ört, að féð
hefði nóg, og því komst ineiri eða minni kyrkingur
í lömhin, sem þau bjuggu að allt sumarið. Það býr
margt að fyrslu gerð, og haustþungi lambanna er
m. a. kominn undir meðferð ánna rétt fyrir og um
burðinn. Sé hún góð, verður burðurinn stærri og
meiri trygging fyrir því, að lambið nái eðlilegum
þroska fyrstu vikurnar, en að undirstöðunni, sem þá
er lögð, býr þroski þess mikið að sumrinu og væn-
leikinn að haustinu.
Alls var slátrað 246688 kindum úr liúi, en um
heimaslátrun liggja engar skýrslur fyrir. Allt kinda-
kjötið, sem kom á markaðinn, var 3748 tonn. Af
sláturfénu var 9699 slátrað fyrir sláturtíð eða á sumar-
markað, og var kjöt af því 142 tonn.
AHs var slátrað 206341 dilk í sláturtíðinni, og
gerðu þeir að meðaltali 14.60 kg eða rétt um % kg
meira en í fyrra. Þetta er miklu færra sláturfé en