Búnaðarrit - 01.01.1953, Blaðsíða 246
244
BÚNAÐARRIT
kosti í misjöfnum veðrum, eða sjóveg milli náms-
skeiðsslaða, og skipaferðir allar strjálar og óábyggi-
legar.
Bezti tíminn fyrir starfsmenn félagsins er að halda
þau síðast í apríl og í maímánuði. Og ég býst við,
að ef þau eru haldin nokkuð víða, svo að menn þurfi
ekki að sækja langt á þau, þá sé það Hka hentugur
tími fyrir bændur, en líklega yrði þá hvergi verið
lengur en einn dag.
I þessu sambandi er vert að geta þess, að ýmsir
héldu, að námsskeiðin gætu fallið niður og útvarps-
fræðslucrindi komið í staðinn. Svo reyndist þó ekki,
og liggja til þess tvær meginástæður. Önnur er sú,
að bændur vilja tala við ráðunaulana og spyrja þá
um eitt og annað, bæði í sambandi við erindin og
annað. Þetta geta þeir ekki eftir erindi, flutt í út-
varpi, og það þykir þeim galli. Hilt er það, að mikil
tregða hefur verið á því að fá að flytja erindi um
búskap í útvarpið, og sérstaklega þá á tíma, þegar
bændur eiga gott með að blusta á. Það mun litið svo
á, að meginhluti hlustenda kæri sig ekki um slíka
fræðslu, og því hefur henni yfirleitt ekki verið ætlað
rúm á venjulegum kvölddagskrártíma, heldur ýmsum
öðrum tíma, þegar bændur eiga erfitt með að hlusta
á útvarp.
Á þessu ári hefur þó orðið sú breyling, að nú er
ráðgert, að litvarpið verji 40 minútum á mánuði á
venjulegum kvölddagskrártíma eða 10 mínútum í
hverri viku til landbúnaðarerinda. Útvarpsráð, í sam-
ráði við mann, er það og stjórn B. í. kemur sér saman
um, ræður útvarpsefninu, og hefur orðið samkomulag
um, að Gísli Kristjánsson, ritstjóri, hefði það starf
með höndum, en starfsmenn félagsins og aðrir eftir
því, sem hentugast þætti, töluðu eftir þvi, sem Gísli
og Útvarpsráð teldi hezt við eiga.
Hvort þetta kann að geta komið í stað bændafund-