Búnaðarrit - 01.01.1953, Blaðsíða 217
BÚNAÐARRIT
215
I>á er málum þannig háttað í suinum félögunum,
að mjólk er aðeins fitumæld lir sumum fullmjólkandi
kúnum. Þar sem svo stendur á, hefur fyrst verið
fundið, hve margar fitueiningar þessar kýr hafa
mjólkað, og meðalfeitimagn mjólkurinnar úr þeim
reiknað út. Er það látið gilda sem meðalfeitimagn fyrir
allar fullmjólkandi kýrnar, en meðaltal fitueininga
fyrir þær sið;in fundið með því að margfalda meðal-
nyt þeirra með þessu meðalfeitimagni. Þess er getið
neðanmáls, ef einhverju verulegu munar á fjölda
kúnna í hvorum flokki.
Ég hef gert athugun á því, hvaða kýr innan naut-
griparæktarfélaganna hafa mjólkað yt'ir 20 000 fe til
jafnaðar síðustu þrjú árin (1949—1951), og eru þær
alls fimm: Mjóik, Fciti,
kg % Fe
1. Gyðja 6, Stóradal, V.-Eyjafjallahr......... 5114 4.75 24299
2. Sltjalda 64, Hjálmholti, HraungerSislir. . . 5418 4.33 23487
3. Rauðskinna 11, Kanast., A.-Landeyjahr. . . 5121 4.31 22075
4. Gráskinna 60, Ræktunarfél. Norðurl., Ak. 4039 5.34 21587
5. Gyðja 29, Grýtu, Öngulstaðalir............. 5237 3.89 20369
Allmargar kýr mjólkuðu yfir 20 000 fe árið 1951.
Efst þeirra var Gyðja 6, Stóradal, V.-Eyjafjallahreppi,
en hún mjólkaði 4955 kg mjólk með mjólkurfeitinni
5.57% eða 27 599 fe. Nythæsta kýrin (mjólkurmagn)
sama ár var Branda 1, Víðistöðum við Hafnarfjörð,
sem mjólkaði 5841 kg með mjólkurfeitinni 4.08 eða
23 821 l'e. Báðar þessar kýr hlutu I. verðlaun á naut-
gripasýningum 1951, og er þeirra getið í 65. árg. Bún-
aðarritsins, 1952.
Eins og sést í skýrslu I, hel'ur meðaltal fullmjólk-
andi kúa náð 12 000 fe á árinu í alls 13 félögum.
Þrjú þessara félaga eru á starfssvæði Nautgriparækt-
arsambands Árnessýslu, en þau eru Nf. Gnúpverja-
lirepps, Nf. Hrunamannahrepps og Nf. Biskupstungna-
hrepps. Fjöldi fullmjólkandi kúa í tveimur fyrr