Búnaðarrit - 01.01.1953, Blaðsíða 266
264
BÚNAÐARRIT
á íþróttasvæðum og í sumum lystigörðuin borgar-
innar. Á búi þessu er eingöngu fé af hinu norska
Dalakyni. Það er kyn, sem Norðmenn hafa ræktað
upp með því að blanda saman fé af Cheviotkyni,
Leicesterkyni, gamla landkyninu norska og jafnvel
fleiri kynjum. Hafa þeir um skeið unnið að því að
sameina vissa eiginleika þessara kynja í eitt kyn
og festa þá í kyni. Þetta hefur tekizt l'urðu vel, þótt
enn vanti mikið á, að næg kynfesta hinna verðmætu
eiginleika sé fengin í þetta kyn. Þetta fé er lágfætt,
bollangt, holdmikið á limum og baki og með fremur
góða ull. Það er þungt og þurftarmikið og þarf ágætt
viðurværi sumar og vetur. Það hefur tekizt furðu
vcl að sameina beztu lcosti þeirra kynja, sem notuð
voru við að mynda Dalakynið. Hinir stuttu, sveru,
beinu og gleitt settu fætur og holdmiklu limir eru
fengnir frá Cheviotkyninu, bollengdin og bráður
þroski frá Leicesterkyninu. Þrif og þol hefur verið
aukið með örlítilli íblöndun við landkynið gamla, og
að lokum hefur lekizt að rækta ull á þessu Dalakyni,
sem er að ýmsu leyti betri en ullin af hverju hinna
kynjanna fyrir sig.
Hinn inikli innflutningur brezkra kynja til Noregs
hefur þó gert vafasamt gagn. Gamla landkynið hafði
næstum liorfið, en það er að ýmsu leyti kostamest
allra norskra fjárkynja, og mikill liluti norska fjárins,
um 46%, eins og áður er sagt, er enn í dag ýmiss
konar blendingar, oft stórgallaðir bæði að vaxtar-
lagi, holdafari, ullargæðum og afurðagetu.
Það þarf að gæta þess í búfjárræktinni, hvort ekki
er hagkvæmara að rækta þau lcyn, sem til eru í
liverju landi og vön eru veðráttu og haglendi, með
skipulögðu úrvali, byggðu á afkvæmarannsóknum,
en flytja inn erlend kyn til blöndunar, sem oft reyn-
ast misjafnlega í nýjum heimkynnum.