Búnaðarrit - 01.01.1953, Blaðsíða 87
BÚNAÐARRIT
85
franivegis, því að sumir af góðu hrútunum þeirra
eru háfættari en æskilegast er.
Fellshreppur. Sýningin var ekki eins vel sótt og
bændur óskuðu eftir, því að gera þurfti leitir sama
dag. Af 25 hrútum hlutu 12 fyrstu verðlaun. Beztu
hrútarnir voru þessir: Bjössi í Stóra-Fjarðarhorni frá
Kleppustöðum i Staðardal, Goði í Miðhúsum frá Goð-
dal, báðir fram úr skarandi holdakindur og vel gerð-
ir. Hrani, sonur Goða, er líka ágætur og Kollur Þórðar
á Ljúfustöðum frá Laugabóli, sjá töflu A. Hrútarnir
í Fellshreppi voru nú mun betri en 1948, en eru þó
ekki jafningjar hrútanna í Óspakseyrar- og Kirkju-
bólshreppum. Bændur í Fellshreppi eru miklir áhuga-
menn í fjárrækt og munu fljótlega koma upp ágætu
fé, þó að þeir gjaldi þess nokkuð enn, live lélega
hrúta þeir fengu við fjárskiptin.
Kirkjubólshreppur. Þrátt fyrir foraðsveður var sýn-
ingin fram úr skarandi vel sótt. Sýndir voru því nær
allir hrútar sveitarinnar. Fullorðnu hrútarnir, 50 að
tölu, vógu að meðaltali 96.5 kg og 9 veturgamlir 78.5
kg, tafla 1. Fyrstu verðlaun hlutu 32 hrútar, 29 full-
orðnir, er vógu 98.0 kg, og 3 veturgamlir, sem vógu
79.7 kg. í þessum hreppi eru jafnbetri hrútar en í öðrum
hreppum sýslunnar, enda tókst Kirkjubólshrepps-
búum að ná í marga ágæta hrúta við fjárskiptin, sjá
Búnaðarritið 61. árg., bls. 187 og 229. Margir fyrstu
verðlauna hrútarnir eru bæði j)rýðilega vænir, vel
vaxnir og holdmiklir, en margir þeirra liafa ekki
nógu góða ull. Ekki vannst tími til að raða fyrstu
verðlauna hrútunum nákvæmlega eftir gæðum. Meðal
þeirra heztu voru þessir: hrútar Ágústar á Hvalsá,
Rósi og Bassi í Þorpum, Sómi á Smáhömrum, Tjörfi
á Heydalsá, Múli á Gestsstöðum, Smári og Hrófi á
Heiðarbæ, Spakur í Tröllatungu og Prúður, Blettur
og Fífill i Arnkötludal.
Hrútar frá Bassastöðum hafa reynzt ágællega i