Búnaðarrit - 01.01.1953, Blaðsíða 193
BÚNAÐARRIT
191
128, syni Huppu 12, en hann var faðir Víga-Skútu
130. Er sú grein Kluftastofnsins langútbreiddust á
Norðurlandi og er nú jafnvel komin í Húnavatns- og
Skagaijarðarsýslu og mun breiðast þar eitthvað út
á næstunni. Barst hún þangað úr Borgarfirði, en
að Hesti í Borgarfirði var flutt ein dóttir Suðra 128
úr Mývatnssveit, og gekk hún þá með naut undan
Suðra 128. Út af þeim mæðginum eru nú lil allmargir
gripir víða um Borgarfjörð. Tvö af II. verðl. naut-
unura á sýningunum voru bræður Víga-Skútu 130,
4 bræðra- eða systrasynir, 8 synir og 4 sonasynir.
í töflu III eru skráðar þær kýr, sem hlutu I. verð-
laun. Þar er getið, livaðan þær eru, aldurs þeirra,
livort þær eru kollóttar eða hyrndar (k. == kollótt,
h. = hyrnd), foreldra þeirra og afurða síðustu 4 árin
fyrir sýningaárið. Fyrstu verðlauna ltýrnar eru mjög
misjal'nar að útliti og gæðum. Að mcðaltali fengu
þær þó 3.7 stigum hærra fyrir byggingu en meðal-
tal allra kúnna var, þeirra, er sýndar voru. Var horfið
að því ráði að skipta I. verðl. kúnum í 4 flokka, 1.,
2., 3. og 4. gráðu, en Hjalti Gestsson notaði þá að-
ferð á sýningunum á Suðurlandi 1951 (sjá Búnaðar-
rit 1952, hls. 248). Við flokkunina var farið eftir
útlitsdómi og afköstum. Hins vegar vannst ekki tími
til að athuga, hvernig einstakar I. verðl. kýr hafa
reynzt til undaneldis, en slikar athuganir eru rnjög
tímafrekar. Skal nú lýst að nokkru, eftir hverju farið
var við flokkunina að þessu sinni.
Til þess að kýr gæti lilotið I. verðl. af 1. gráðu
varð hún að hafa náð í þá stigatölu fyrir hyggingu,
sem reyndist meðaltal fyrir I. verðl. kýrnar eða 79
stig. Þá mátti hún eklti fá lága einltunn fyrir nein
einstök byggingareinkenni, það er, hún mátti ekki
teljast verulega gölluð að neinu leyli. Hún mátti
heldur ekki vera hyrnd. Skýrslur yfir nythæð og
minnst 3 fitumælingar á ári urðu að vera til yfir