Búnaðarrit - 01.01.1953, Blaðsíða 75
BÚNAÐARRIT
73
vegar er gefið yfirlit um tveggja vetra og eldri hrúta,
en hins vegar um veturgömlu hrútana.
AIls voru sýndir 2225 hrútar. Af þeim voru 1133
tveggja vetra og eldri, og vógu þeir 90.31 kg að meðal-
tali. Veturgömlu hrútarnir voru 1092, og vógu þeir
75.2 kg til jafnaðar. Fullorðnu hrútarnir voru vænstir
í Strandasýslu, 95.2 kg lil jafnaðar, en léttastir í
Mýrasýslu, 84.4 kg, næst léttastir i Snæfellsnessýslu,
86.7 kg, þar næst í Austur-Barðastrandarsýslu, 88.2
kg. í hinum sýslunum voru fullorðnu hrútarnir svip-
aðir að vænleika, um 91 kg til jafnaðar. Veturgömlu
hrútarnir voru vænstir í Borgarfjarðarsýslu, 76.8 kg
til jafnaðar, aðeins léttari í Dalasýslu, 76.5 kg, þar
næst í V.-ísafjarðarsýslu, 75.5 kg. Léttastir voru þeir
í Austur-Barðastrandarsýslu, 69.8 kg að meðaltali,
tafla 1. Sýningarnar fóru siðast fram í Dalasýslu,
Snæfellsnesi, A.-Barðastrandarsýslu og í 2 hreppum
Mýrasýslu. Hrútar í þessum sýslum hafa líklega ver-
ið farnir að léttast eitthvað samanborið við hrútana
í hinum sýslunum, þar sem sýningar fóru fram fyrr
að haustinu.
Hrútasýningar liafa aldrei verið jafnvel sóttar í
þessum sýslum eins og nú. Samhliða vaxandi áhuga
fyrir fjárræktinni hafa hrútarnir hatnað, bæði hvað
vænleika, vaxtarlag og holdafar snertir.
Tafla 2 sýnir, hvað lirútar liafa þyngzt til jafn-
aðar siðan 1935 á svæðinu l'rá Hrútafirði vestur um
að Haffjarðará.
Tveggja vetra og og eldri hrútar hafa á þessu 17 ára
tímabili þyngzt að meðaltali um 7.0 kg, en vetur-
gamlir um 6.4 kg. Þetta er mikil framför, því að ekki
virðist vera um skyndihækkun að ræða vegna ár-
ferðis. Framförin er nokurn veginn jöt'n frá einni sýn-
ingu til annarrar á þcssu svæði í heild, en nolckur
miinur er á þyngdaraukningunni i einstökum sýsl-
um, tal'la 2. í Strandasýslu og Vestur-ísafjarðar-