Búnaðarrit - 01.01.1953, Blaðsíða 28
26
BUNAÐARRIT
menn fóðra álcaflega misjafnt. Margir gefa ánni um
50 fóðureiningar, sem með sama verði og reiknað
var með áðan, kosta 100 kr. Bóndi, sem á 200 ær,
mundi þá hafa 4000—8800 kr. afgangs fyrir öllum
öðrum kostnaði við fjárbúið, og hrekkur það hvergi
nærri fyrir koslnaði, eins og verðlagi og kaupgjaldi
er nú háttað.
Þessar tölur eru ekki teknar frá tveim ákveðnum
bændum eins og dæmin, sem ég tók til að sýna mis-
mun á kúabændum. En þau sýna nokkuð rélta mynd
af allstórum hóp bænda, sem búnir eru að koma fjár-
húum sínum í sæmilegt horf, en eiga þó áreiðanlega
eftir að hæta arðsemi þeirra enn meir á næstu árum.
Til samanhurðar sýna þau líka nokkurn veginn spegil-
mynd af fjárbúum þorra þeirra bænda, sem enn eru
eltki farnir að gera verulegar breytingar á rekstri
sauðfjárbúa sinna frá því, sem var lijá feðrum þeirra
fyrir áratugum síðan. Við þennan samanburð koma
þó ekki öll kurl til grafar. Samanburðurinn er mið-
aður við venjulegt árferði, þegar ærin þarf ekki nema
töðuhest eða sem því svarar i fóður. En töðuhestur-
inn endist ánni ekki nema í 100—130 daga innistöðu
með naumri gjöf, og þurfi 150—200 daga innigjöf,
þá lendir bóndinn í heyþroli, ærnar horast og liann
missir stundum bæði ær og lömb, enda þótt reynt sé
að krafsa í bakkann og ná í aðkeypt fóður, sem alla-
jafna reynist mjög dýrt og er venjulega fengið of
seint, því að í lengstu lög er vonast eftir bata.
Þetta er höfuðorsök þess, að fóðrun og meðferð
fjárins hjá þeim stóra hóp bænda, sem ég tók dæmi
af hér að ofan, þarf að brcytast sem fyrst — gjör-
breytast — og þeir að taka upp háttu hins hópsins,
sem ég fyrst tók dæmi frá. Þá fyrst verða þeir ör-
uggir með árvissan arð af fjárbúinu, en eins og nú er
háttað, er það alveg undir hælinn lagt, livort þeir
hafa arð af fjárbúum sínum eða engan, og liafi þeir