Búnaðarrit - 01.01.1953, Blaðsíða 170
168
BÚNAÐARRIT
gimbrarlömbin og ærnar, voru að meðaltali vænar,
prýðilega holdmiklar, bakbreiðar og útlögugóðar, en
þó allmisjafnar, tafla 1 A. Sumar þeirra voru mjög
gallalitlar, en aðrar höfðu áberandi ullargalla, og
ekki höfðu þær allar nógu útlögumikinn brjóstkassa.
Afkvæmi Sóma hafa allmikla kynfestu og hafa
flest erft hið ágæta holdarfar hans, en hafa sum all-
áberandi ullargalla. Enginn vafi leikur á því, að Sómi
hefur mikið kynbótagildi, þó að beita þurfi ströngu
úrvali á afkvæmi hans, sem nota skal til framtímg-
unar, til þess að losna við ullargallana. Afkvæmi
hans eru dugmikil, og er því ágætt að nota hina
vel vöxnu og holdmiklu, en ullargölluðu einstaklinga
út af honum til þess að framleiða sláturfé, en nota
þá einstaklinga, sem hafa góða ull og aðra æskilega
kosti, til undaneldis.
Aðstaða hrúta til að keppa á afkvæmasýningu
svona fljótt eftir fjárskipti er erfið vegna þess, hve
gallaðar og sundurleitar mæður afkvæmanna hljóta
að vera. Hrútur þarf því að búa yfir óvenjumikilli
kynfestu til þess að afkvæmi hans undir slíkum
kringumstæðum geti borið með sér þá kvnfestu, sem
krafizt er af hrút, til þess að fá fyrstu verðlaun fyr-
ir afkvæmi.
Sómi hlaut 11. verðlaun fyrir afkvæmi sín.
13. Smári, eign Jóns B. Jónssonar á Gestsstöðum,
er frá Karli á Smáhömrum, sonur Sóma, nú 3 vetra
gamall. Hann hlaut nú I. veðrlaun sem einstakling-
ur. Hann er prúður á velli, vel vænn og hefur fram
úr skarandi breitt og holdmikið bak, sjá töflu 1 B.
Synir hans Fífill og Gulli báðir tvævetrir eru góðir
einstaklingar einkum þó Fífill, sem lilaut I. verð-
laun. Gulli er aðeins of lioldþunnur og nokkuð leggja-
hár. Lambhrútarnir, tvílembingar undan sömu á, eru