Búnaðarrit - 01.01.1953, Blaðsíða 72
70
BÚNAÐARRIT
Engar nægilega markvissar framkvæmdir í skóg-
rækt, sem lofa ])ví, að við getum höggvið skóg svo
nokkru nemi eftir 60—100 ár.
Engin skjólbelti eru fyrir hinn árlega nytjagróður.
Þetta er ástandið í dag. Hvernig þarf það að verða?
Hvert býli þarf að leggja stund á fjölbreyttaxú fram-
leiðslu. Koma þarf á betri og vandaðri túnrækt, korn-
yrkju af byggi og höfrum og jafnvel rúg, og fullnægja
á þann hátt fóðurbætisþörfinni. Alcrar þurfa að koma,
sem bera belgjurtahafra, grænfóður, kartöflur, fóður-
rófur, fóðurmergkál, ýmsar korntegundir til þrosk-
unar, jafnvel hör til iðnaðar í landinu, frærækt, 4—6
grastegundir og plöntuuppeldi trjáa og viðartcgunda.
Skjólgirðingar úr lifandi trjágróðri um afgirtar vel
formaðar ræktunarspildur, sáðskiptagraslendi, þar
sem rauður og livítur smári væri helmingur gras-
gróðursins og hraðþurrkun á grasi til nota bæði heima
á búum bænda og til sölu. Byggðaskógar eða hreppa-
skógar á stórum svæðum, þar sem vonin mænir til
framtíðarheilla. Þetta tvennt, sem ég hef dregið hér
upp, eru raunhæfar mvndir. Ástandið í ræktun lands-
manna eins og ég hef lýst, þarf ekki að vera þannig.
Svipur landsins verður betri, ef fjölbreytni ræktun-
arinnar lieí'ur göngu sínu. Ef takmarkið er sett hærra
en áður og að þessu stefnt ósleitilega. Menningar-
jarðrækt vil ég nefna síðari myndina, senx ég sýndi
ykkur, en hjarðmennskujarðrækt, þar sem eingöngu
er lögð áherzla á gras og ekki einu sinni, að við sé-
um sjálfbjarga um kartöflur.
Ég hef tekið þetta svona, myndirnar, og vil taka
það fram, að síðari myndin, er myndin, sem ég hef
unnið að í verki að nxála á íslenzkri jörð og get þvi
sagt: Komið sjáið, sannfærist, stefnan er rétt, hún
lxlýtur að leiða til fegurðar, gagns og farsældar.