Búnaðarrit - 01.01.1953, Blaðsíða 253
BÚNAÐARRIT
251
veit ég eigi, hvað veldur. Þetta félag hefur starfað
slitrótt síðan fjárskiptin fóru fram, en ég vona, að
Mývetningar, sem hingað til hafa ekki verið eftirbátar
annarra um félagsleg átök í búfjárræktinni, sjái sér
hag í því að starfrækja fjárræktarfélag sitt með áhuga
og röggsemi framvegis.
Skilningur bænda á gildi sauðfjárræktarfélaga og
áhugi fyrir stofnun þeirra fer mjög vaxandi. Stofnuð
hafa verið 12 félög í eftirtöldum hreppum eða hrepps-
hlutum, sem flesl senda starfsskýrslu fyrir árið 1951—
’52: í Axarfjarðarhr., N.-Þing., Miklaholtshr., Snæf.,
Helgafellssveit og nágrenni, Snæf., Kirkjubólshreppi,
Strand., Svarfaðardal vestanverðum, Eyf., Hólahreppi,
Skag., Óslandshlíð, Skag., úthluta Hofshrepps, Skag.,
Viðvíkurhreppi, Skag., Seyluhreppi, Skag., Staðar-
hreppi, Skag. og Skarðshreppi, Skag.
Auk þess eru ýmist nýstol'nuð sauðfjárræktarfélög
eða verið er að vinna að stofnun þeirra í eftirtöldum
hreppum: 1 Kelduneshreppi, N.-Þing., Presthóla-
hreppi (á Sléttu), N.-Þing., Reykholtsdal, Borg., Anda-
kílshreppi, Borg. (var stofnað 1940, en hefur ekki
starfað um skeið), Skógarstrandarhreppi, Snæf.,
Eyrarsveit, Snæf. og í fleiri hreppum í Snæfcllsnes-
sýslu.
Þau fáu fjárræktarfélög, sem starfað hafa um
nokkurra ára hil, liafa flest gerl ótrúlega mikið gagn,
t. d. lelögin í A.-Skaftafellssýslu, í Fljótshlíðinni og
í Þistilfirðinum.
Því miður hefur ekki unnizt tími til þess að vinna
nóg úr skýrslum fjárræktarfélaganna til þess, að
hægt sé að birta niðurstöðurnar ásamt leiðbeininga-
ritgerð. Veldur þessu of lílið starfslið hjá Búnaðar-
félagi íslands. Starfssvið sauðfjárræktarráðunautar
var aukið mjög með samþykkt nýju búfjárræktar-
laganna, og með sívaxandi áhuga bænda fyrir sauð-
fjárræktinni, aukinni þátttöku í sýningum og stór-