Búnaðarrit - 01.01.1953, Blaðsíða 95
BÚNAÐARRIT
93
hans I. verðlaun. Á því leikur enginn vafi, að fjár-
ræktarfélagið á Ingjaldssandi hefur gert mikið gagn.
Bændur þar eru fullir af áhuga fyrir fjárræktinni, og
fé þeirra hefur tekið mildum framförum frá því fé-
Jagði var stofnað. Bændur á Ingjaldssandi hafa fyrst
og fremst ræktað sinn heimastofn, en þó hafa þeir
]<ey[)t 2 hrúta frá Sturlaugi i Múla, sem nú er 2 vetra
og því lílil reynsla fengin af þeim enn. Annar þeirra,
Múli Ragnars á Brekku, er fram úr skarandi góð kind.
Þingeijrarhreppur. Þátttaka í sýningunni þar var
ágad. Sýndir vorn 56 hrútar eða 19 fleiri en 1948. Af
þeini voru 39 fullorðnir og 17 veturgamlir. Þeir voru
aðeins léttari en meðáltal fyrir sýsluna, tafla 1. Fyrstu
verðlaun hlutu 12 hrútar, 11 fullorðnir, er vógu 94.8
k'g, og 1 veturgamall, sem vó 97.0 kg. Hann er fram
úr skarandi kind að vænleilta og vaxtarlagi, eign
Péturs í Haukádal, sonur Prúðs sama eiganda, sem
einnig er ágæt kind, ættaður 1‘rá Kirkjubóli. Snöggur
og Ongull Knúts á Kirkjubóli eru báðir ágætir, en
Prúður Guðmundar á Ivirkjubóli er þó enn betri kind.
Jón Samsonarson og Eiríkur Þorsteinsson hafa keypt
sinn hrútinn hvor úr Nauteyrarhreppi, Jón frá Lauga-
landi, en Eiríkur l'rá Laugabóli. Hrútar þessir hlutu
báðir fyrstu verðlaun og eru kostamiklir, en hrútur
Jóns þó aðeins betri. Spakur Einars á Bakka frá Múla
í Nauteyrarhreppi er vel gerður, cn aðeins of léttur.
Auðkúluhreppur. Þátttaka í sýningunni var sæmi-
leg. Sýndir voru 24 hrútar, 16 fullorðnir og 8 vetur-
gamlir, og vógu þeir aðeins meira en meðaltal lyrir
sýsluna, tafla 1. Fyrstu verðlaun hlutu 7 hrútar full-
orðnir. er vógu 94.0 kg, og 2 veturgamlir, er vógu
82.5 kg.
Bezti hrúturinn var Fífill í Tjaldanesi og sonur hans
og sonarsonur á Hrafnabjörgum, Spakur og Hringur,
báðir ágætir, og sýna þeir það, að Fífill hefur mikið
kynbótagildi. Blakkur á Rafnseyri er prýðilegur hrút-