Búnaðarrit - 01.01.1953, Blaðsíða 143
B Ú N A Ð A R R IT
141
kindur. Gimsteinn Sigurðar á Hvoli frá Stórholti er
metfé.
Saurbæingar eru ágætir fjárræktarmenn. Fyrir fjár-
skiptin áttu þeir ágætt fé, og þeir voru því gagnkunn-
ugir, hvernig sauðkind á að vera byggð, vegna þess
að þeir höfðu umgengizt gamla Ó'.afsdalsféð. Nú eru
þeir vel á vegi með að koma upp ágætu fé aftur, þótt
þeir fengju mjög sundurleitt og gallað fé við fjár-
skiptin, en þeir eiga enn langt í land með að koma
upp jafnlcostamiklu og kynl'östu fé eins og gamla
Ólafsdalsféð var. Saurbæingar þurfa mjög að varast
of háa fætur, er þeir velja hrúta sína framvegis, því
að sumar af hinum vænu kindum þcirra eru nú há-
fættari en æskilegt er.
Skarðshreppur. Þar voru sýndir 18 hrútar, 14 full-
orðnir, er vógu 93.3 kg, og 4 veturgamlir, sem vógu
77.8 kg. Voru því þyngri hrútar sýndir í Skarðshreppi
en í nokkrum öðrum hreppi sýslunnar, tafla 1. Fyrstu
verðlaun hlutu 6 hrútar fullorðnir, er vógu 97.7 kg,
og 1 veturgamall 82 kg að þyngd. Kollur Boga á
Heinahergi bar af þessum hrútum, geysivænn og
hraustlegur. Hann er sonur Spaks á Heinabergi frá
Svcinseyri, sem reynzt hefur vcl til undaneldis. Jökull
á Geirmundarstöðum frá Eyrarliúsum er einnig mikl-
um kostum búinn. Fífill á Á frá Saurhóli í Saurbæ,
sonur Reyks þar, er ræktarlegur og að mörgu leyti
vel gerður hrútur.
Klofningshreppur. Sýndir voru 14 hrútar, 11 full-
orðnir, sem vógu 83.8 kg, og 3 veturgamlir, er vógu
72. kg. Klofningshrútarnir eru því léttari en hrútar
í nokkurri annarri sveit í sýslunni. Þrír lilutu I. verð-
laun, og vógu þeir 86.7 kg að meðaltali. Spakur á
Sveinsstöðum frá Hellu á Fellsströnd, sonur Prúðs
þar, bar langt af öðrum hrúturn í Ivlofningshreppi.
Hann er þéttvaxinn og lioldgóður og her með sér
svip ræktunar og þols.