Búnaðarrit - 01.01.1953, Blaðsíða 290
288
BÚNAÐARRIT
um það, hvort sáðslétta þessi verður varanleg með
sandfaxinu eða hvort þar þarf að sá öðrum gras-
tegundum líka. Sennilegt tel ég, að svo kunni að fara.
Hitt efast ég ekki um, að góða grasuppskeru er hægt
að fá, jafnvel í hreinum sandi.
Meira gras.
Ef spurt væri, hver sé aðalstoð islenzks landbún-
aðar, myndu svörin eflaust verða mörg og sundur-
leit, því að öll vitum við og viðurkennum, að margs
þarf búið með. Ég held þó, að þegar farið væri að
ræða þessa spurningu nánar og kryfja til mergjar,
myndi staðnæmst við eitt svar, aðeins eitt orð, gras.
Ekki fer hjá því, að hvernig sem við veltum málinu
fyrir, rekjum söguna, horfum á líðandi stund og til
framtíðarinnar, hljótum við að komast að þeirri nið-
urstöðu, að grasið, Sem vaxið hefur hér á liðnum
öldum og vex þann dag í dag, sé sú máttarstoð, sem
landbúnaður okkar hvilir á öllu öðru fremur. Við vitum
líka ofur vel, að þegar hriktir í þeirri stoð eða hún
brestur, riðar öll byggingin. Það sannar öll okkar
búnaðarsaga. Það sannar hvert ár, sem líður. Hvers
vegna er þetta svona? Það er af því, fyrst og fremst,
að hnattstaða og veðrátta gerir ísland að graslandi.
Ég vil bæta hér við: ísland hefur aldrei verið akur-
yrkjuland, aldrei kornyrkjuland, aldrei skógræktar-
land. Það getur aldrei orðið neitt af þessu eftir orð-
anna réttu merkingu. ísland er grasland. Það á að
vera grasræktarland.
Landbúnaður okkar hefur alltaf verið og er fyrst
og fremst búfjárræktarbúskapur. Sú jarðrælct, sem
orðin er hér, er miðuð við og i þeim lilgangi gerð að afla
meira og belra fóðurs, einkum heyfóðurs, fyrir bú-
féð. Þó má segja með sanni, að á liðnum öldum hefur
búfjáreign og þar með búskapur bændanna staðið
og fallið með beitinni. Enn þann dag í dag er búsmali