Búnaðarrit - 01.01.1953, Blaðsíða 93
BÚNAÐARRIT
91
ísafirði og Hnífill í Engidal, báðir vel gerðar holda-
kindur. Glói Hjartar i Fagrahvammi er sömuleiðis vel
byggður, en er of léttur til að ná I. verðlaunum.
Hólshreppur. Þar var sýning ágætlega sótt og mikill
áhugi í sauðfjárrækt. Það, sem mest einkenndi þessa
sýningu, var, að hrútarnir voru nær allir afkomendur
Gylfa á Gili frá Reykjarfirði, sonar Gylfa þar, annars
vegar, og hins vegar hrúta frá Múla i Nauteyrarhreppi,
Gulkolls, er hlaut I. verðlaun 1944, og hrúta, er síðar
hafa komið þaðan. Fé í Hólslireppi mun hafa verið
illa byggt og holdlítið, áður en þessir hrútar komu
þar, en mun nú vera í framför. Sýndir voru 18 hrútar
fullorðnir, er vógu 80.5 kg, og 8 veturgamlir, er vógu
68.6 kg að meðaltali. Þetta er of lítil vigt, sem mun
að nokkru leyti orsakast af lélegum sumarhögum, og
svo mun lambhrúlaeldið ekki vera vandað nægilega
vel. Beztu hrútarnir voru Goði á Ósi, sonur Bletts frá
Múla í Nauteyrarhreppi, Gylfi á Gili og sonur hans
Gylfi í Bolungavík, allir vel byggðir og boldgóðir. Allt
bendir til, að fjárræktin i Hólshreppi sé á réttri leið.
V estur-lsafjarðarsýsla.
í sýslunni voru sýndir 208 hrútar alls eða um 50
hrútum fleira en 1948. Fullorðnu hrútarnir 1.39 að
tölu vógu að meðaltali 91.1 kg og 64 veturgamlir 75.5
kg til jal’naðar. Er því vænleiki hrútanna í Vestur-
Isafjarðarsýslu nú næstum sá sami og í Norður-lsa-
fjarðarsýslu, sjá töflu 1. Fyrstu verðlaun hlutu 47
hrútar fullorðnir og 5 veturgamlir. Þeir fyrr nefndu
vógu 96.3 kg og þeir siðar nefndu 83 kg að meðaltali.
Tal'lá C sýnir ætterni, þunga og mál I. verðlauna
hrútanna í sýslunni.
Suðureijrarhreppur. Sýningin var vel sótt, þótt að-
eins væru sýndir 15 hrútar, því að fé er fátl í þessari
sveit. Hrútarnir voru sæmilega vænir, sjá töflu 1.
Tveir þeirra hlutu I. verðlaun. Vógu þeir að meðaltali