Búnaðarrit - 01.01.1953, Blaðsíða 96
94
BÚNAÐARRIT
ur og synir hans tveir, Gofi og Hringur, eru líka
ágætir. Gofi er sérstaklega holdmikill. Vinur á Álfta-
mýri, ættaður frá Kirkjubóli í Þingeyrarhreppi, er
hæði vænn og vel gerður hriatur.
Vestur-Barðastrandarsýsla.
Sýningar voru haldnar í öllum hreppum sýslunnar,
nema Patrekshreppi, en í þeim hreppi er sauðfjár-
rækt lítil. Sýningarnar voru ágætlega sóttar, nema í
Suðurfjarðahreppi, en þar er aðstaða erfið til að koma
hrútum saman. Alls voru sýndir 169 hrútar i sýslunni
eða 20 fleiri en 1948. Fullorðnu hrútarnir 116 að tölu
vógu 91.4 kg, en 53 veturgamlir vógu 74.7 kg til
jafnaðar. Þelta er aðeins meiri meðalþungi en 1948.
Fyrstu verðlaun hlutu alls 24 hrútar, en 40 voru
dæmdir ónothæfir, sjá töflu 1. Þetta sýnir, að mikið
vantar á, að fjárræktin í sýslunni sé komin á það
stig hjá öllum, að vel sé við það unandi.
Það er alltof mikið, að nær fjórði hver hrútur sé
önothæfur, í byggðarlagi, þar sem hrútar eru ekki
fleiri cn nota þarf. Öðru máli er að gegna, þó að margir
hrútar séu ónothæfir á sýningum, sem i'ara fram
fyrsta árið eftir fjárskipti, því þá eiga bændur svo
marga hrúta, að þeir geta fargað ónothæfu hrútunum.
Yfirleitt er vænleiki hrútanna í sýslunni sæmilegur,
en alltof margir þeirra eru of illa vaxnir og hold-
þunnir og hafa ekki nógu góða ull. Litið er af fjár-
stofnum þar, sem bera með sér ræktun og kynfestu,
en ágætir einstaklingar hér og hvar.
Tafla D. gefur yl'irlit yfir I. verðlauna hrúta í
sýslunni.
Suðnrfjarðahreppur. Þar voru sýndir 15 hrútar
sæmilega vænir, en flestir meira og minna gallaðir.
Aðeins einn hrútur hlaut I. vcrðlaun, Bolli Gísla á
Fossi, fram úr skarandi vel gerð kind, sem bar mjög
af hinuin hrútunum.