Búnaðarrit - 01.01.1953, Blaðsíða 305
búnaðarrit
303
gera má ráð fyrir, að nú séu í hæsta lagi níu refa-
bú, — ef bú skyldi kalla vegna smæðar þeirra —, og
þó líklega ekki nema fimm, og refaeign þeirra vart
meiri en 40—50 dýr. Bú þessi eru í Snæfellsnessýslu,
Dalasýslu ('?), Strandasýslu og Vestur-Húnavatns-
sýslu — annars staðar ekki.
S. 1. sumar skoðaði ég þau sex minkabú, sem þá
voru í landinu: Tvö við Eyjafjörð og fjögur í Gull-
bringusýslu. Á búunum við Eyjafjörð voru þá um
1130 minkar (1070 og 62), en á hinum alls um 670
minkar (400-f-120—1-82—[-70). Hvorugt búið fyrir norð-
an var í löggildu standi, og stærra búinu (á Dalvílc)
hefur þrásinnis verið synjað um fjárfestingarleyfi til
þess að geta komið vörzlunni í fullt lag. Mun því
vera búið að fella bæði þau bú nú. Tvö af búunum
syðra var ekki hægt, vegna ófullnægjandi vörzlu, að
leyfa lengur, og liafa þau nú verið felld að fullu (með
120 og 70 dýr). Hin tvö tel ég, að hafi tilskilda vörzlu,
enn sem komið er, þótt ekki séu þau í „steinsteyptum
húsum“ í venjulegri merkingu þeirra orða, og annað
þeirra (hið minna) tel ég lireina fyrirmynd að allri
gerð og umhirðu. Þessum búum mun því verða haldið
við enn uin sinn, og bústofn á þeim í vetur verður
sem næst 230 minkar (líkl. 180+52).
Um það bil, sein lögfest var bann við minkaeldi,
var drepið niður eitt bú í Gullbringusýslu (bú Eyjólfs
Jóhannssonar), og í fyrra vetur voru lögð niður 3
minkabú (1 í Snæfellsnesssýslu og 2 í V.-Isafjarðar-
sýslu).
Samkvæmt ósk landbúnaðarráðuneytisins gaf ég því,
í bréfi dags. 30. nóv. s. 1., upplýsingar um minka-
búin, sem þá voru í landinu, og sagði því álit mitt
um ástand þeirra varðandi vörzluna, i samræmi við
það, sein að framan greinir. Einnig gat ég þar um
hin 4 minkabú, sem þá var búið að leggja niður vegna
lagaákvæðis um bann gegn minkaeldi.