Búnaðarrit - 01.01.1953, Blaðsíða 240
238
BÚNAÐARRIT
40 flutningskassar,
280 sett gúmmihjól með öxlum,
1 vagnsláttuvél.
Hesiavélar og önnur tæki:
4 plógar, 56 handfjölyrkjar,
12 herfi, 37 hreykiplógar,
71 áburðardreifari, 22 úðadælur,
17 forardælur, 38 skilvindur,
19 forardreifarar, 53 strokkar,
24 sláttuvélar, 72 flatprjónavélar,
32 rakstrarvélar, 9 hringprjónávélar,
40 snúningsvélar, 15 mjaltavélar,
20 múgavélar, 20 heykassar,
2 kornþreskivélar, 5 raðhreinsarar.
10 dieselvélar til súgþurrkunar,
16 benzínmótorar til mjaltavéla,
Nokkuð er deilt um vélakaup bænda, og allur véla-
rekstur festir höfuðstól og krefst aukins rekstrarfjár.
Það þarf því að vera möguleiki til þess annað tveggja,
að spara önnur útgjöld (vinnu), sem munar þeim
aukna tilkostnaði, sem vélanotkunin hefur í för með
sér, eða auka afköstin, svo að tekjurnar aukist vegna
notkunar vélanna og geli staðið undir auknum rekstr-
arútgjöldum. Til þessa þarf ákveðna stærð á búunum,
sem vélarnar eru notaðar á, eða möguleika til að geta
stækkað þau liltölulega fljótt.
Hvað sem um þetta má segja, þá er það víst, að þau
ár munu ekki koma ofl fyrir, sem 12.—13. hver bóndi
fær sér nýja dráttarvél. Og hvað sem um þær má
segja og þörfina fyrir þær, þá er það víst, að þegar
bændurnir eignast ])ær og komast upp á að nota þær
rétt, þá verður nýræktin betri, kalið ininna og léttara
fyrir bændur að framkvæma jarðabætur, sem þá verða
einn liður í hinum daglegu störfum, sem þeir geta grip-