Búnaðarrit - 01.01.1953, Blaðsíða 214
212
BÚNAÐAP.RIT
hreppi. í síðast nefnda hréppnum hefðu fleiri kýr
koinið á sýningu, ef úrhellisrigningu hefði ekki gert
um morguninn, sýningardaginn. Var það eini dag-
urinn á sýningaferðalaginu, sein úrkoma hindraði
sókn.
í Skútustaðahreppi hlutu nú 25 kýr I. verðl. af
79, sem voru skoðaðar, eða nær því þriðja hver sýnd
kýr. Af þeim hlutu 7 I. verði. af 1. gráðu, sem er
mjög mikil viðurkenning. Á síðustu sýningu 1948
hlaut engin kýr I. verðlaun vegna þess, að fitnmæl-
ingar vantaði. Af þessum 79 kúm, sem sýndar voru,
hlutu 28 II. verðl., 16 III. verðl., en aðeins 10 engin
verðlaun. Alls voru 15 af 25 I. verðl. kúnum undan
Suðra 128, syni Huppu 12 á Kluftum, en föður Víga-
Skútu 130, sem mest hefur verið notaður á kynbóta-
stöð S. N. E. við Akureyri. Auk þess sem Suðri 128
hefur bætt afurðir kúa i Skútustaðahreppi, er mér
tjáð, að hann hafi einnig stórbætt malabyggingu
þeirra. Mývetningar hafa hlotið góð laun fyrir áhuga
sinn og starf í nautgriparækt. Þeir hafa sýnt á áhcr-
andi hátt, að hægt er að nola fá naut í hverri sveit,
enda þótt langt sé milli bæja og vetrarríki mikið.
Það er ekki óalgengt víða annars staðar á landinu, að
áhugamenn í nautgriparækt, sem útvegað hafa sér og
sveit sinni vel ættaða nautkálfa, hafa ekki fengið
nágranna sína til að nota þessi naut, livað þá heldur
að taka J)átt í kostnaðinum af nautahaldinu, og
margir þeirra hafa neyðzt til að drepa nautin ung.
Hefði slíkt sjónarmið verið ríkjandi i Mývatnssveit,
þegar Suðri 128 var útvegaður J)angað, licfðu ekki
komið 23 kýr undan honum á sýningu nú af 79 sýnd-
um kúm og allar hlotið verðlaun: 15 I. verðl., 7 II.
og 1 III. Bændur í mörgum sveitum og héiluin hér-
uðum gætu margt af Mývetningum lært i nautgripa-
rækt, og óvöldum nautkálfum mundi stórlega fækka
í Dalasýslu, Húnavatnssýslu, Skagafirði, á Austur-