Búnaðarrit - 01.01.1953, Blaðsíða 250
248
BÚNAÐARRIT
Eyjólfur Eyjólfsson frá Botnuin í Meðallandi á
Hvanneyri og
Svavar Júlíusson úr Reykjavík á Hólum.
Búnaðarfélagið vonar, að þeir læri æ því meira í
búfræði sem á ævi þeirra líður og þeir megi verða
skólunum, sem þeir dvöklust við, til sóma í allri
framkomu sinni og gera islenzkum landbúnaði sem
mest gagn.
Ýmislegt.
Ráðningarskrifstofa landbúnaðarins hefur starfað
eins og áður, og birtist skýrsla um hana á öðrum
stað.
Hólmur. Veturinn 1951—52 dvöldust þessir piltar
við nám að Hólmi:
Ari G. Ivarsson, Melanesi, Rauðasandi, Barð.;
Jón V. Karlsson, Hala, Djúpárhreppi, Rang.;
Kristján Árnason, Kistufelli, Lundarreykjadal, Borg.;
Magnús K. Guðmundsson, Borg, Skötufirði, N.-Is.;
Metúsalem Björgvinsson Kjerúlf, Víðilæk, Skriðdal,
S.-Múl.;
Ólafur H. Ólafsson, Möðrufelli, Eyf.;
Ríkarð Magnússon, Hlaðseyri, Patreksfirði, V.-Barð.
Séra Gísli Brynjólfsson kenndi hóklegt við skól-
ann, og stendur félagið í þakkarskuld við hann fyrir
þá fyrirhöfn, sem hann leggur á sig vegna skólans
samhliða öðrum skyldustörfum, sem liann hefur að
gegna í allvíðlendu prestakalli.
Skólinn starfaði sem áður undir stjórn Valdimars
Runólfssonar, og er starfstíminn frá nóvember byrjun
til aprílloka. I vetur, 1952—53, er skólinn fullsetinn.
öllum ber saman um, að piltar frá Hólmi verði prýði-
lega lagtækir menn og þarfir hver í sinni sveit.
Við Valdimar hefur nú verið gerður fastur samn-
ingur um skólastjórn framvegis, svo að væntanlega