Búnaðarrit - 01.01.1953, Blaðsíða 67
BÚNAÐARRIT
65
fiutningur erlends kornmatar. Þetta verður ekki vé-
fengt, því innflutningur kornmatar hefur vaxið með
aukinni töðuframleiðslu. Þetta hljóta allir að vita, en
það er ekki nóg. Sjálfstæði landbúnaðarins er einmitt
undir því komið, að fóðurframleiðslan af ísl. jarð-
rækt verði fjölbreytt og fullkomin. Og hvernig eig-
um við að breyta til, svo við getum fullnægt að mestu
þörfum okkar hvað fóður snertir t'yrir búfé okkar?
Þvi er fljótsvarað. Það verður að taka upp nýjar
venjur og siði í jarðrækt olckar. Við þurfum að ráða
algerlega yfir framkvæmdatíma jarðræktarinnar, þann-
ig að sáðtími nytjajurtanna sé gerður á réttum tíma.
Þetta fæst aðeins með samtökum og ákveðnu kerfi,
þannig að hvert býli ráði alveg yfir framkvæmdatíma
og sáðtíma nytjajurtanna. Jarðvinnsla búnaðarfélaga
og ræktunarsambanda hæfir ekki vorstörfum bónd-
ans, nema þegar þannig hittist á. Sá, sem ræktar korn,
grænfóður, fóðurrófur, fóðurmergkál og kartöflur,
þarf að framkvæma sáningarstörfin nægilega snemma
vors svo sumarið notist sem bezt og árangur verði
sem beztur. Korni þarf að sá frá 20. apríl til 20. mai
svo vel farnist. Grasfræi þarf að sá sem fyrst i mai.
Fóðurrófum 15.—30. maí og sömuleiðis kartöflum,
og grænfóðri 15.—30. júní. Þessu verður ekki al-
mennt hægt að koma í framkvæmd, nema að taka
fastar og ákveðnar reglur um að sjá nytjajurtunum á
viðeigandi rétturn tima. Það er hvað þýðingarmest
til þess, að t. d. kornyrkja komist á í jarðrækt al-
ínennt. Eg hygg, að bændur þurfi að sameina sig um
jarðvinnslu og sáningarvélar, en ekki of margir, t. d.
3—5 býli, er hefðu fyrir fram ákveðna árlega áætlun
um framkvæmdir, um ræktun þeirra einæru jurta,
sem þeir teldu sér liag í að rækta. Ef um kornyrkju
er að ræða, þarf einnig félagsskap um þreskivélar
og sláttuvélar, er uppskera og binda kornstöngina.
Eg geri ráð fyrir, að kornyrkja til fóðurbætisfram-
5