Búnaðarrit - 01.01.1953, Blaðsíða 144
142
BÚNAÐARRIT
Fellsstrandarhreppur. Þar voru sýndir 33 hrútar.
Þeir fullorðnu, 20 að tölu, vógu 88.3 l<g og 13 vetur-
gamlir 76.0 kg. Fyrslu verðlaun lilutu 6 fullorðnir og
2 veturgamlir. Prúður á Hellu frá Firði í Múlahreppi
er fram úr skarandi kind. Synir hans 2 á Hellu, Vík-
ingur og Dvergur, Spakur á Sveinsstöðum í Klofn-
ingi og Prúður í Rauðharðaholti í Hvammssveit eru
allir prýðilegir og bera þess vott, að Prúður er kyn-
fastur og hefur mikið kynbótagildi. Hann er tví-
mælalaust bezti hrúturinn, sem koin í Fellsstrandar-
hrepp við fjárskiptin. Fífill Guðmundar á Ytra-Felli
er metfé að vænleika, vaxtarlagi og holdafari. Faðir
hans, Spakur á Ytra-Felli frá Stóru-Tungu, er einnig
ágætur. Prúður á Breiðabólsstað frá Firði í Múla-
hreppi er mjög fagur hrútur, en þó ekki jafnoki
Prúðs á Hellu. Svanur á Hafursstöðum frá Dagverð-
arnesi, sonur hrúts frá Kvigindisfirði, er fríður, en
ekki þroskamikill.
Bændur á Fellsströnd geta að öllum likindum náð
upp ágætu fé út af beztu hrúturn sínum, einkum þó
hrútunum frá Firði í Múlahreppi.
Hvammshreppur. Sýndir voru 40 hrútar. Þeir full-
orðnu, 27 að tölu, vógu 91.2 kg og 13 veturgamlir
vógu 75.9 kg lil jafnaðar. Fyrstu verðlaun hlutu 8
fullorðnir, er vógu 97.6 kg, og 3 veturgamlir 81.3 kg
að meðaltali. Prúður í Rauðharðaholli, sem áður er
vikið að, har af þeim öllum að vaxtarlagi, holdgæð-
um, svipmóti og ullargæðum. Spakur í Rauðbarða-
holli hefur fram úr skarandi holdafar. Smári í Ás-
garði, Valur í Teigi og Gaukur í Hólum, allir frá
Valþúfu ættaðir, eru kostamiklir hrútar, en þó lak-
ari en Rauðbarðaholtshrútarnir. Fyrstu verðlauna
hrútarnir í Magnúsarskógum, tafla F, eru allir vænir
og á ýmsan hátt kostamiklir, cn heldur grófbyggðir
og tæplega nógu holdþéttir til þess að vera ákjósan-
legir til kynbóta i sundurleitt og gallað fé. Þótt hrútar