Búnaðarrit - 01.01.1953, Blaðsíða 22
20
BÚNAÐARRIT
og vinna sem mest að ræktunarstarfinu með heim-
ilisdráttarvélum sínum, getur bóndinn haldið útlögð-
um ræktunarkostnaði það lágum, að hann getur fært
út kvíarnar með hverju ári og þannig síaukið töðu-
feng sinn.
Hve ört ræktunin gengur næstu ár og hve vel hún
verður gerð, fer að verulegu leyti eða langmestu leyti
eftir því, hve fljótt hændurnir læra sjálfir að nota
dráttarvélarnar til jarðvinnslunnar.
Þó að nýræktin auki töðufall túnanna og skapi þar
með möguleika fyrir bóndann til þess að stækka
búið, þá notast ákaflega misjafnt að töðuaukanum.
Fyrst er að minnast þeirra bænda, sem hafa svo
Iítil bú, að gegningarnar taka þá ekki nema hluta
úr deginum. Þessir bændur eru því að nokkru at-
vinnulausir að vetrinum til, og geta því liæglega bætt
við sig gegningu nokkurs bústofnsauka. Við það nýt-
ist vinna þeirra betur, og lcostnaður við fóðrun og
hirðingu hverrar skepnu minnkar, en nettóarðurinn
vex. Þetta er aðstaðan hjá fjölda af bændum í dag.
Allmargir bændur hafa það stór bú, að þeir, sem
nú vinna að hirðingu búfjárins haust og vetur, geta
ekki bætt við sig meiru. Þar kostar því stofnsaulci,
sem stafar af töðuaukningu vegna nýræktar, viðbót-
arfólk við gegningar að vetrinum og getur því orðið
til þess, að vinna starfsfólksins nýtist verr en áður og
nettóarðurinn af hverri skepnu minnki. Þegar þannig
er ástatt, er bóndanum nauðsyn að rækta mikið í
cinu, svo að hann geti aukið bústofninn það mikið,
að vinnumaðurinn, sem hann verður að bæta við sig
að vetrinum við gegningarnar, hal'i nóg að gera. Þessu
þurfa þeir að gefa gaum, sem hafa nú þegar það
mikinn búslofn, að vetrarhirðar þeirra geta ekki bætt
á sig fóðrun fleiri skepna. Og þótt það séu enn, sem
komið er, fáir bændur, sem þannig er ástatt fyrir,