Búnaðarrit - 01.01.1953, Blaðsíða 85
BÚNAÐARRIT
83
jafnaðar, engin verðlaun lilutu 8 hrútar fullorðnir,
er vógu 90.6 kg að meðaltali, tafla 1. Af 112 hriitum
veturgömlum, er vógu 74.9 kg að meðaltali, hlutu 18
fyrstu verðlaun, og vógu þeir 81.5 kg, en 26 voru
dæmdir ónothæfir. Þeir vógu 68.1 kg til jafnaðar,
tafla 1.
Bæjarhreppur. Sýningarnar voru ágætlega sóttar í
inn- og miðhluta sveitarinnar, en fremur illa í út-
hluta hreppsins, enda stóð illa á í sambandi við slátr-
un. Sýndir voru 66 hrútar, 46 fullorðnir og 20 vet-
urgamlir. Þeir fyrrnefndu vógu 94.7 kg, en hinir 79.2
kg að meðaltali. Fyrstu verðlaun hlutu 17 hrútar,
tafla A. Haustið 1948 hlutu aðeins 6 hrútar af 83
sýndum fyrstu verðlaun. Hefur því hrútum farið
mikið fram á þessum 4 árum í Bæjarhreppi, enda
hafa bændur þar mikinn áhuga á fjárrækt. Bændur
í þessum hreppi fengu mjög Iclega hrúta úr Vestur-
ísafjarðarsýslu við fjárskiptin, sjá Búnaðarritið 61.
árg., hls. 226—227. Nú höfðu þeir slátrað því nær
öllum þessum hrútum og ýmist alið upp cða keypt
aðra hrúta í staðinn. Nokkrir hrútar höfðu vcrið
keyptir frá Laugabóli í Nauteyrarhreppi. Sumir
þeirra voru lélcgir, aðrir góðir, en aðeins einn ágætur,
G,ulur Jóns á Valdasteinsstöðum. Hann er þó of gulur
á ull. Beztu hrútarnir í hreppnum voru Klaufi á Kol-
beinsá frá Kleifum af Laugabólsstofni í báðar ættir
og synir hans, Fífill á Kolbeinsá og Kolbeinn á Kollsá,
enn fremur Prúður á Valdasteinsstöðum, Fífill í
Grænumýrartungu og Múli á Kjörseyri. Sá síðast-
nefndi liefur fram úr skarandi mikla og vel hvíta ull.
Prúður á Valdasteinsstöðum hefur einnig hæði mikla
og góða ull.
Mummi á Borðeyri, sonur Guls frá Brekku á
Ingjaldssandi, er hlaut I. verðlaun 1948, er ágætlega
vænn og miklum kostum búinn, en fremur grófgerð
kind.