Búnaðarrit - 01.01.1953, Blaðsíða 99
BÚNAÐARRIT
97
dalshreppi, en þyngstir i Flateyjar- og Geiradals-
hreppi, tafla 1.
Fyrstn verðlaun hlutu 50 hrútar fullorðnir og 5
veturganilir, en ónothæfir reyndust 28 hrútar. Það
er nokkru betri útkoma en í Vestursýslunni. Tafla E
sýnir I. verðlauna hrútana í sýslunni.
Flateyjarhreppar. Þar voru sýndir 15 hrútar, 13
fullorðnir og 2 veturgamlir. Þeir voru yfirleitt stórir
og þungir, tafla 1, en sundurleitir á svip og fremur
óræktarlegir. Fyrstu verðlaun hlutu þó 4 hrútar. Sá
bezti þeirra var Grettir í Svefneyjum, er vó 94 kg,
mjög þykkvaxinn, holdgóður og fríður með mikla og
góða ull.
Múlahreppur. Þar voru sýndir aðeins 14 hrútar,
13 fullorðnir, er vógu aðeins 86.3 kg, og 1 vetur-
gamall, 67.0 kg. Tveir hrútar hlutu I. verðlaun, báðir
ættaðir frá Kvígindisfirði, Kóngur á Deildará og Hvítur
á Kirkjubóli. Þeir voru báðir ræktarlegir og vel gerðir,
en Kóngur var þó mun betri.
Gufudalshreppur. Þar voru sýndir 28 hrútar full-
orðnir og 11 veturgamlir. Að vænleika voru þeir
svipaðir og hrútarnir í Múlahreppi, tafla 1. Fyrstu
verðlaun hlutu 7 hrútar fullorðnir og 7 voru dæmdir
ónothæfir. Jafnbeztir voru hrútar Samúels og Gisla
í Djúpadal, prýðilega fjárlegir og vel gerðir einstakl-
ingar. Nuhbur Sæmundar í Kletti er fram úr skar-
andi þykkvaxinn holdakind, mjög smár, en ágætlega
þungur. Múli Hauks í Fjarðarhorni frá Múla í Naut-
eyrarhrejipi er mjög vel gerður og sérstaklega ullar-
mikill, en varla nógu þroskaður enn. Högni Jóakims
í Múla er fram iir skarandi þolsleg holdakind, en
hefur óþolandi, rauðgula, grófa ull. Fyrir þá sök
eina var hann felldur frá I. verðlaunum. Bændur í
Gufudalssveit þurfa að herða sóknina í sauðfjárrækt-
inni. Hrútarnir þar taka litlum sem engum fram-
förum frá einni sýningu til annarrar, og má eltki við
7