Búnaðarrit - 01.01.1953, Blaðsíða 245
BÚNAÐARRIT
243
aðarsamböndum Austurlands, N.-Þingeyinga og
sýslunefnd Barðstrendinga, en af þeim varð ekki.
Ráðgert var að vísu að halda þau á sambandssvæði
Búnaðarsambands Austurlands og N.-Þingeyinga, en
það fórst fyrir bæði af því, að áætlunarferðir skipa
trufluðust um páskaleytið og líka af því, að erfitt
er að setja fastar áætlanir og fylgja þeim að vetri
til hér á landi, þegar yfir fjöll þarf að sækja milli
fundarstaða.
Um þessi námsskéið er annars þetta að scgja: Menn
óska eftir þeim að vetrinum fyrir jól, og þá vilja
helzt allir fá þau. Þó sætta menn sig við að fá þau,
þegar fram á vetur kemur, seinni hluta marz og
apríl, cn vilja helzt ekki fá þau i maí.
Halldór Pálsson kemur i bæinn eftir 6—7 vikna
ferðalag seinast í október eða nóvember, og liggja
þá fyrir margs konar erindi, sem safnazt hafa fyrir,
meðan hann var fjarverandi. Þá þarf hann líka að
vera búinn með skýrslur um starf sitt um áramótin,
svo að þær geti orðið prentaðar og legið t'yrir Bún-
aðarþingi, er saman kemur í febrúar.
Sama má segja um jarðræktarráðunautana. Þeir
koma um svipað leyli, eftir að þeir hafa verið á
ferðalagi allt sumarið og þurfa þá mörgu að sinna,
sem bcðið hefur eftir þeim og afgreiðslu frá þeim,
meðan þeir voru fjarverandi. Búnaðarfélagið hcfur
því fáum mönnum á að skipa, sem eiga heiman-
gengt, að minnsta kosti um langan tíma, um það
leyti árs.
Búnaðarþingið er haldið i febrúar—marz, og meðan
það stendur yfir, þurfa starfsmenn félagsins að vera
nærstaddir og geta ekki farið í námsskeiðsferðir. Að
því afstöðnu væri hugsanlegt að hafa námskeið, cn
þá er allra veðra von og erfitt að skipuleggja þau,
svo að komi að gagni, þegar leiðir ráðunautanna
Jiggja yfir fjöll, sem þá oft eru litt fær, að minnsta