Búnaðarrit - 01.01.1953, Blaðsíða 91
BÚNAÐARRIT
89
síðar nefndu 77.2 kg að nieðaltali. Aðeins í einum
hreppi á Vesturlandi, Óspakseyarhreppi, voru þyngri
I. verðlauna hrútar fullorðnir.
Þótt hrútar í Nauteyrarhreppi séu fram úr skar-
andi vænir, þá eru tiltölulega fáir af þeini óaðfinnan-
legir á vöxt. Þeir eru flestir grófbyggðir, liraustlegir
og holdgóðir, en margir gallaðir á ull. Ýmist er ullin
of þellítil eða illhæruskotin. Margir hrútar, sem hlutu
II. verðlaun, höfðu nægan vænleika til þess að ná
I. verðlaunum og sumir næg hold á haki, en voru
ýmist svo herðakambsháir, háfættir og vöðvarýrir í
lærum, að ekki var unnt að veita þeim I. verðlaun.
Kynfestu virðist vanta i hrútana frá sumum bæjum
í hreppnum, en á Skjaldfönn er þó skyldleikarækt-
aður stofn og hrútarnir líkir hvor öðrum. Af beztu
hrútunum má nefna Blett á Laugabóli, Hamar á
Vonarlandi, Blett á Hamri og Stuhb á Skjaldfönn.
Selji á Laugabóli var nú sýndur 9 vetra gamall, farinn
mjög að rýrna, var þó látinn halda I. verðlaunum,
því að hann hal'ði verið ágætlega gerður og hefur
reynzt l'ram úr skarandi kynbótakind. Selji er í
aðra ætlina frá Múla í Nauteyrarhreppi af hinum
þekkta stofni þar. Enginn hrútur var nú sýndur í
hreppnum frá Múla, því að kynbótahrútar Sturlaugs
Einarssonar hcifðu þá rétt áður verið seldir burt úr
sveitinni. Báðir veturgömlu hrútarnir, sem fengu I.
verðlaun, eru hvor öðrum betri og líklegir lil að taka
fram fullorðnu hrútunum, sem nú eru í hreppnum.
Reykjarfjarðarhreppur. Sýningin var ekki nógu vel
sótt. Alis voru sýndir 33 hrútar, 20 fullorðnir og 13
veturgamlir. Þeir fullorðnu vógu 88.8 kg, en þcir
veturgömlu 70.8 kg til jafnaðar. Aðeins 5 hrútar
hlutu I. verðlaun, allir fullorðnir, og vógu þeir 97.0
kg að mcðaltali. Féð í Reykjarfjarðarhreppi, eftir
hrútunum að dæma, er ekki í framför. Fullorðnu
hrútarnir vógu nú minna en síðast, en þeir vetur-