Búnaðarrit - 01.01.1953, Blaðsíða 142
140
BÚNAÐARRIT
76.5 kg. Veturgömlu hrútarnir voru því nú 2.2 kg
þyngri en 1948. Fyrstu verölaun hlutu 85 hrútar eða
um þriðjungur allra sýndra hrúta í sýslunni. Haustið
1948 hlutu aðeins 26 hrútar I. verðlaun í þeim hrepp-
um sýslunnar, sem nú tóku þátt i sýningum. Fyrstu
verðlauna hrútarnir fullorðnu vógu nú 95.3 kg og
þeir veturgömlu 80.7 kg til jafnaðar, tafla 1, sem er
ágætur vænleiki, ekki sízt, ef tekið er lillit til þess,
að nú var mjög liðið á haustið, er sýningar fóru
fram, og því hrútar farnir að léttast nokkuð. Tafla
F sýnir vænleika, mál og ætterni I. verðlauna hrút-
anna í Dalasýslu.
Saurbæjarhreppur. Sýndir voru 48 hrútar, 33 full-
orðnir og 15 veturgamlir. Þeir fullorðnu vógu 91.2
kg og þeir veturgömlu 77.4 kg að meðaltali. Fyrstu
verðlaun hlutu 15 hrútar, 12 ful'.orðnir, sem vógu
98.6 kg, og 3 veturgamlir 80.7 kg að meðaltali. Hrút-
unum í hreppnum hefur því farið mjög fram síðan
1948, því að þá hlutu aðeins 6 lirútar I. verðlaun.
Vænstu hrútarnir voru Spakur Jóliannesar á Kleifum
frá Laugabóli og Adam Páls í Stórholli frá Snartar-
tungu, tafla F. Þeir eru báðir glæsilegir og miklum
kostum búnir, en þó hefur Spakur ekki alveg nógu
mikla holdfyllingu niður á hækilinn. Hökull Rögn-
valdar í Ólafsdal frá séra Þorsteini í Vatnsfirði er
þó jafnbeztur af öllum hrútum í Saurbæ. Hann er
lýtalaus á vöxt, fram úr skarandi holdakind og þols-
legur. Synir Hökuls, Háleggur í Hvítadal, Adam í
Þverdal og Sómi og Spakur Kristins i Ólafsdal, sýna,
að hann er kynfastur og kostir hans koma í ríkum
mæli fram í niðjum hans, því að þessir hrútar allir
eru fram úr skarandi holdakindur. Reykur á Saur-
hóli frá Salvari í Reykjarfirði er ágætlega holdgóður
og hefur gefið ágæt afkvæmi að sögn bænda í Saur-
bæ. Blettur í Hvítadal og Adam Rögnvaldar í Ólafs-
dal, báðir frá Páli í Þúfum, eru miklar vænleika