Búnaðarrit - 01.01.1953, Blaðsíða 234
232
BÚNAÐARRIT
lega“ fram í góðum vorum, þ. e. þegar sleppa má
því í apríl eða maimánuði. Reynslan sýnir hins
vegar, að þetia er ónógur fóðurforði, ef hart er að
vetri eða vori, og ónóg, ef fóðra á féð þannig, að
trgggt sé, að það sýni góðan arð og nokkuð jafnan,
lwernig sem árar.
Mjög greinilega kemur í Ijós, að á þeim svæðum,
sem mæðiveikin hefur gengið yfir, ætla menn meira
fóður lianda kindinni en annars staðar og hugsa þar
meira um að ná góðum arði eftir hverja skepnu, sem
fóðri er eytt í, enda hafa bændur þar margir fengið
eins væna dilka undan lambgimbrum nú, eins og
þeir áður voru vanir að fá undan fullorðnu ánum.
Margir fá nú yfir 20 kg af kjöti eftir fóðraða kind
og sumir til muna meira (28 kg veit ég mest).
Þegar fénu fækkaði vegna pestanna, fóru menn að
leggja sig fram um að fá sem mestan arð af ]jví fáa,
sem lifði eftir, og heppnaðist oft að fá eins mikinn
arð af þriðjungi til helmingi færri ám, meira og minna
sjúkum, en þeir fengu áður af fjárbúum sínum, sem þá
voru talin heilbrigð. Regnslan er oft di'jrkegpt og dýr-
ara að læra af henni én fglgja leiðbeiningum ráðu-
nautanna, sem um áratugi hafa ráðlagt bændum, að
hagkvæmast væri að eiga eklci fleira fé cn kostur
væri á að fóðra til fullrar afurðagjafar.
Veturinn (nóv., des.) til árainóta hefur verið
óvenju mildur og hagstæður. Lítið er farið að gefa
sauðfé enn og sums staðar ekkert, og alls staðar
ganga liross enn gjafalaus. Þetta hefur sparað mikil
hey, en þó getur þurft að gefa fé inni í 90—120 daga
enn og lengur, en til þess að geta það vantar fjölda
bænda fóður. Við vonum allir, að til slíks korni ekki,
og þó veit það enginn, og von er annað en vissa, og
liér þarf vissu, en enga von.
Mjólkurframlciðslan hefur enn vaxið. í fyrra var
innvegið mjólkurmagn til mjólkurbúanna níu