Búnaðarrit - 01.01.1953, Blaðsíða 36
34
BÚNAÐARRIT
söfnun í rótarhnýðuin belgjurtanna, í rannsóknar-
stofum finnsku samvinnufélaganna.
Árangur sá, er ég náði, hvatti mig, sem raunar
vissi lílið um landininað þá, til þess að gefa nánari
gætur og rannsaka hvort auðið mundi að hagnýta
þessa eiginleika rótarhnýðanna og láta þau annast
söfnun þess köfnunarefnisáburðar, sem nauðsynleg- •
ur er fyrir bóndann og framleiðslu lians, þar sem
skapa skal afurðir úr dýraríkinu í mikluin mæli, svo
scm er í Finnlandi og mörgum öðrum löndum. Áhugi
niinn, fyrir þessu verkefni, getur ekki talist óeðlileg-
ur, þegar á það er litið, hvílíkt óhemju magn köfn-
unarefnis rótarhnýðin geta bundið. Sem dæmi um
það skal nefnn, að við kertilraun í kvarz-sandi, er
gerð var í gróðurhúsi tilraunastöðvar okkar, var
ræktaður rauðsmári, sem smitaður var með mjög
öruggum bakteríustofni, en af honum fengust 3 upp-
skerur á 6 mánuðum og reiknaðist okkur magn köfn-
unarefnis í uppskerunni meira en 1000 kg á ha.
Athuganir þær, scm við gerðum síðar á rannsókn-
arstofunni til þess að öðlast skilnig á líffræðilegum
og efnafræðilegum gangi köfnunarefnisvinnslunnar,
opnuðu okkur, er stundir liðu, athyglisverða útsýn;
en aðalmarkmiðin — hinar hagnýtu hliðar — urðu
ekki leyst á rannsóknarstofu öll saman. Hið mikils-
verðasta starf mitt í hagnýtar þarfir varð tengt
þeirri staðreynd, að árið 1933 fékk ég bújörð og á
hcnni hef ég rekið búskap síðan án þess að kaupa
nokkurn tíma köfnunarefnisáburð cða lcraftfóður. Á
þeim 17 árum, sem liðin eru síðan þctta skeði, hef
ég smátt og sinátt öðlast þá skoðun, að í jörð hvers
bónda megi framleiða allan þann köfnunarefnsáburð,
sem liann þarf að nota.
I lok þessa erindis skal ég greina frá aðalatrið-
um reynslu minnar um þetta et'ni. Áður en að því
kemur hlýt ég að ræða nokkuð um viss líffræðileg
1