Búnaðarrit - 01.01.1953, Blaðsíða 249
BÚNAÐARRIT
247
bezt gert fyrir sjálfan sig. Á öld sérhyggjunnar, þegar
talaö er um það annars vegar, að munað geti upp
undir helming á dýrleika verks eftir því, hvort það
sé unnið í tímavinnu eða ákvæðisvinnu og að heilir
hópar manna dragi af sér til þess eins að geta fengið
vinnulaun greidd i'yrir fleiri tíma, þá er dýrmætt að
vita til þcss, að enn skuli vera nokkrir, sem vinna
verk sín af trúmennsku og áhuga og rýra ekki mann-
gildi silt með þeim hugsunarhætti, sem ræður gerð-
um þeirra, er allt meta í aurum, er renni til þeirra
sjálfra, en sltilja ekki starf sitt sem lið i framþróun
heildarinnar. Og B. í. er það mikil ánægja að geta
veitt slíka viðurkenningu og stutt með því að þróun
þeirrar hugsunar, sem á bak við vinnuhjúaverð-
launin liggur.
Þessir fengu viðurkenningu eða vinnuhjúaverð-
laun á árinu:
Margrét Ingibjörg Jónsdóttir, Starrastöðum, Skag.;
Bjarni S. Blöndal, Hjallalandi, A.-Hún.;
Benedikt Páll Pálsson, Litla-Árskógssandi, Eyf.;
Una Sigurðardóttir, Tjarnargötu 18, Reykjavík;
Ágúst Jónsson, Reykjarfirði, N.-ísafjarðarsýslu;
Ágúst Þórarinsson, Keidu, N.-ísafjarðarsýslu;
Elin Þórarinsdóttir, Þúfum, N.-ísafjarðarsýslu;
Salome Guðmundsdóttir, Ósi, N.-ísafjarðarsýslu;
Ragnhildur Benjaminsdóttir, Kalmannstungu, Mýr.;
Ólöf Guðmundsdóllir, Hvammi, Barð.;
Helga Jóhannesdóttir, Miðskógi, Dalasýslu;
Rannveig Þórarinsdóttir, Kolsholti, Árnessýslu;
Hjálmar Hjaltason, Fagrahvammi, N.-ís.;
Þrúður Björgvinsdóttir, Skógum, N.-Múlasýslu;
Sigurlaug Sveinsdóttir, Hnausakoti, V.-Hún.;
Einar Sigfússon, Hafrafelli, N.-Múlasýslu.
Úr verðlaunasjóði bændaskólanna hlutu eftirfar-
andi tveir nemendur verðlaun: