Búnaðarrit - 01.01.1953, Blaðsíða 238
236
BtiNADARRIT
Steyptar þurrheyshlöður.....
Þurrheyshlöður úr öðru efni .
Votheyshlöður ..............
Vélgrafnir skurðir .........
470448.0 m
57504.6 m3
8895.6 —
34084.7 —
1829352.0 m3
en auk þess grófu skurðgröfurnar fyrir vegaskurðum,
húsgrunnum o. fI., sem framlag er ekki veitt á lir
ríkissjóði. Afköst þeirra voru því meiri en hér er talið.
AUs nam framlag ríkissjóðs til vélgröfnu skurð-
anna á árinu kr. 2 619 589.71, en til annarra fram-
kvæmda kr. 6 012 190.72 eða alls kr. 8 631 780.43, og
eru þá ekki þar i taldar framkvæmdir viðvíkjandi
áveitum, en þar var um nokkurn styrk að ræða af
opinberu fé. Þær jarðabætur, sem taldar eru hér að
framan og styrktar hafa verið með 8.6 milljónum
króna, munu hafa kostað bændur nálægt 37 milljón-
um króna, svo að þeir hafa sjálfir lagt fram kr. 28%
milljón og fengið af því verulegan hluta sem lán úr
Ræktunarsjóði, þó að enn sé ekki sundurliðuð lán
til útilnisa (fjós, fjárhús o. fl.), sem einskis ríkis-
framlags njóta, og lán til jarðabóta og húsabóta, sem
styrks njóta eftir jarðræktarlögum. En eins og áður
er sagt, þá lánaði Ræktunarsjóður alls 13 milljónir
röskar, og má því fullyrða, að framlag bændanna f
sjálfra er kringum 20 milljónir, og langmest af því
er eigin vinna, enda mundi þeim ókleift að koma
jarðabótunum fram að öðrum kosti. En með því að
leggja sig fram, nota tímann og liugsa aldrei eins og
aktaskrifarinn hefur þetta tekizt. Víða byrjaði jarð-
ræktarvinna heldur seint vegna kuldanna í vor, en
hins vegar var unnið lengi fram eftir hausti, svo að
ætla má, að eins mikið hafi verið framkvæmt af jarða-
bótum í ár og í fyrra, og líklega þó heldur meira, sér-
staklega af skurðgröfuskurðum, enda bættist ein skurð-
grafa, eign landnáms ríkisins, við áður komnar vélar.