Búnaðarrit - 01.01.1953, Blaðsíða 291
BÚNAÐARRIT
289
okkar svo háður beitinni, sumar og vetur, að tveir
þriðju hlutar þess fóðurs, sem húféð þarfnast ár-
Iega, er íengið með beit. Þessi aðstaða hefur gert, og
gerir raunar enn, okkur mjög háða veðráttunni á
hverjum tíma. Mér liggur við að segja alltof liáða
óstöðugleika og óútreiknanleika íslenzkrar veðráttu.
Víst hefur þetta þó færzt til hetri og öruggari vegar
nú á síðustu árum, þakkað veri aukinni grasrækt,
meiri heyframleiðslu af ræktuðu landi og betri hey-
verkun. En betur má, ef duga skal. Hversu örðugt,
sem það annars kann að þykja, verður ekki komizt
hjá að horfast í augu við þá staðreynd, að enn er
alltof almennt heyleysi á lslandi. Ef íslenzkur land-
búnaður á að halda hér velli og vera landsstólpi þjóð-
félagsins og hlómgast og færast í aukana til muna
frá því, sem nú er, þá er eitt af frumskilyrðum þess
að losa hann af þeirri horrim, sem heyleysið veldur.
Meðalbúið íslenzka er kotungsbú. Flestir eru að
verða sammála um, að smábúin hér þurfi og verði að
stækka til muna. Áður en hægt er í alvöru að ræða
um stækkun búanna, þarf vitanlega að tryggja þá
fóðuröflun, sem til þarf, fyrir það búfé, sem fyrir
er, og fyrir fjölgun búfjárins. Sú fóðuröflun verður
tvíþætt, annars vegar aukið fóður í lilöðu með meiri
og betri ræktun og betri heyverkun og hins vegar
ræktun beitilands. Mjög bráðlega lilýtur að reka að
því, að allir bændur, sem framleiða mjólk til sölu,
beiti kúm sínum eingöngu á ræktað land, en eklti
óræktað og ógirta úthaga. í vissum landshlutum
verður eflaust með aukinni sauðfjáreign einnig að
beila sauðfé, einkum sláturlömbum, á ræktað land
lengri eða skemmri tíma fyrir slátrun.
Ræktun á hafragrasi.
Á síðustu áratugum hefur nýrækt hafizt hér í all-
stórum stíl. Land hefur verið þurrkað (mýrarnar),
19