Búnaðarrit - 01.01.1989, Síða 166
GREINARGERÐ:
Öflun heyja hefur orðið mikil með aukinni ræktun. Um alllangt skeið
hefur verið margs konar fóðurgerð úr heyi og grasi með íblöndun, svo sem
fitu og annarra fóðurefna. Ræktun á mörgum tegundum grænfóðurjurta og
ræktun korns er að verða föst í sessi.
Öll þessi mikla ræktun ásamt nýjum verkunaraðferðum og íblöndun
annarra fóðurefna hafa orðið til þess, að innlent fóður hefur aukizt, en
erlendur fóðurinnflutningur minnkað stórlega.
Allar þessar framfarir má rekja til rannsóknarstarfseminnar og starfs á
tilraunastöðvum landbúnaðarins. Nú er því miður svo illa komið, að
tilraunastöðvarnar eru nærri óstarfhæfar vegna fjársveltis og varla að vænta
framfara á þessu sviði, meðan svo verður.
Fjárveitingar til tilraunastöðvanna, reiknað á verðlagi 1987, voru 26,6
milljónir árið 1980, en 19,5 milljónir 1987 og 15,2 milljónir 1988. Þá er veitt
til þeirra á núvirði á þessu ári 24,2 milljónum. Má af þessu marka, hversu
þessi starfsemi hefur verið skammarlega knésett hin síðari ár.
Á flestum tilraunastöðvanna hefur verið unnið að fóðurrannsóknum
undanfarin ár.
Á Skriðuklaustri hefur verið unnið að rannsóknum á gildi og gæðum
heyköggla fyrir fóðrun á sauðfé.
Á Möðruvöllum eru í gangi rannsóknir á heykögglum til fóðrunar
mjólkurkúa. Á Stóra-Ármóti er unnið að rannsóknum með íslenzka byggið
sem uppistöðu í fóðurblöndur, og hverju sé æskilegast að blanda í það.
Á Hesti hafa rannsóknir einnig beinzt að því að hagnýta sem bezt innlent
fóður til framleiðslu sauðfjárafurða.
Þá hafa verið tilraunir með kornrækt og frærækt á Sámsstöðum ásamt
fjölbreyttum jarðræktartilraunum. Frá þeim rannsóknum er nú komin sú
kornrækt, sem nú er hafin. Jarðræktartilraunir hafa einnig verið gerðar á
Skriðuklaustri, Möðruvöllum og Reykhólum. Þá hefur Landgræðslan í
Gunnarsholti lánað aðstöðu fyrir fóðrunartilraunir með kálfa.
Fóðurinnflutningur hefur verið þessi síðustu 6 ár í tonnum:
1983 72.723 tonn
1984 66.007 tonn
1985 56.921tonn
1986 52.144 tonn
1987 49.385 tonn
1988 41.129 tonn
Innflutningur á kjarnfóðri hefur minnkað á þessum 6 árum um 31,594
tonn. Reiknað með núvirði á fóðurbæti, t.d. 30 kr./kg, yrði þessi sparnaður
á innflutningi 947,8 milljónir. Verulega má þakka þetta rannsóknarstarf-
semi og ráðgjöf í landbúnaðinum.
164