Búnaðarrit - 01.01.1990, Side 219
fundust lítilfjörlegir berklahnútar í lungnaeitlum. með ostkenndum gulum
greftri. Auk þess var fargað einunt kálfi ársgömlum og í honum fundust smá
berklahnútar í hengiseitlum.
í einni kúnni 10 vetra gamalli fundust nokkrir smáir berklahnútar í
Iungum. Sýklaræktun og sýkingartilraunir á naggrísum og kanínum leiddi
enn í Ijós að um berklaveiki væri að ræða, en sýklagróður var nokkuð
afbrigðilegur.
Engir þeirra gripa sem felldir höfðu verið sýndu önnur einkenni unt
berkla en jákvætt berklapróf, þeir voru hraustlegir og kýrnar voru í góðri
nyt. Við krufningu fundust ekki opnir berklar í þessum gripum. Aftur voru
allir gripir á Hólum prófaðir í september 1959, 66 gripir alls. Kom þá í Ijós
að 35 gripir aðallega fullorðnir, svöruðu jákvætt við prófið og var sú svörun
yfirleitt mjög greinileg. Gripirnir á Hólum lágu úti um sumarið og því lítil
líkindi til þess að smit hafi breiðst að ráði milli gripa á þeim tíma. Var því
talið sennilegast að smitdreifing hafi átt sér stað veturinn 1958-1959 meðan
gripirnir voru í fjósi, en þeir ekki verið búnir að ganga með smitið nægilega
lcngi til að svara við berklaprófun þá sent gerð var í apríl 1959, en
samkvæmt langri reynslu af berklaprófun á nautgripum virðast oft líða 2-3
mánuðir frá smitun þar til gripurinn gefur greinilega svörun við berklaprófi.
Samkvæmt upplýsingum skólastjórans á Hólum var felld í mars 1959
gömul kýr sent hafði verið veik í nokkurn tíma og sýnt sjúkdómseinkenni frá
öndunarfærum og hósta. Kýr þessi var urðuð án þess að nein skoðun eða
krufning væri gerð, enda þá enginn grunur kominn upp um berklaveiki i
gripum staðarins. Kann vel að vera að þessi kýr hafi veriö smitberi, þótt
ekki verði það sannað.
Þar sem margt benti til þess, er hér var komið, að um nautaberkla gæti
verið að ræða var horfið að því ráði að fella alla þá 35 gripi sem svarað höfðu
jákvætt jafnskjótt og við yrði komið. Allir voru þessir gripir frísklegir, í
góðum holdum og báru ekki einkenni um berklaveiki. Nákvæm líffæra-
skoðun var gerð á öllum gripunum er þeir voru felldir 20. október 1959.
Fundust skemmdir af völdum berkla í 18gripum en í liinum 17 fannst ekkert
er benti til berklasýkingar. í flestum þessara 18 gripa fundust berklahnútar í
eitlum eingöngu en í 7 gripum sáust berklahnútar auk þess í lungum ogeinn
þessara gripa hafði auk mikilla lungnaskemmda, útbreidda berklabólgu í
brjósthimnu. Ekkert samræmi var á milli útkomu berklaprófs og berkla-
skemmda í líffærum gripanna. jafnvel stærst útkoma í berklaprófi hjá
sumum þeim gripum þar sem engar berklaskemmdir fundust við krufningu.
Berklapróf leiddu í ljós, að eftir því sem tíminn leið, urðu fleiri og fleiri
gripir jákvæðir af þeim sem saman höfðu verið í Ijósi veturinn 1958-1959.
Var því enn gert bcrklapróf á öllum nautgripum á Hólum í desember 1959,
alls 56 gripum. 14 þeirra 10 fullorðnir gripir og 4 vetrungar reyndust
jákvæðir við prófið, og voru það allt gripir sem verið höfðu á búinu veturinn
217