Búnaðarrit

Volume

Búnaðarrit - 01.01.1990, Page 219

Búnaðarrit - 01.01.1990, Page 219
fundust lítilfjörlegir berklahnútar í lungnaeitlum. með ostkenndum gulum greftri. Auk þess var fargað einunt kálfi ársgömlum og í honum fundust smá berklahnútar í hengiseitlum. í einni kúnni 10 vetra gamalli fundust nokkrir smáir berklahnútar í Iungum. Sýklaræktun og sýkingartilraunir á naggrísum og kanínum leiddi enn í Ijós að um berklaveiki væri að ræða, en sýklagróður var nokkuð afbrigðilegur. Engir þeirra gripa sem felldir höfðu verið sýndu önnur einkenni unt berkla en jákvætt berklapróf, þeir voru hraustlegir og kýrnar voru í góðri nyt. Við krufningu fundust ekki opnir berklar í þessum gripum. Aftur voru allir gripir á Hólum prófaðir í september 1959, 66 gripir alls. Kom þá í Ijós að 35 gripir aðallega fullorðnir, svöruðu jákvætt við prófið og var sú svörun yfirleitt mjög greinileg. Gripirnir á Hólum lágu úti um sumarið og því lítil líkindi til þess að smit hafi breiðst að ráði milli gripa á þeim tíma. Var því talið sennilegast að smitdreifing hafi átt sér stað veturinn 1958-1959 meðan gripirnir voru í fjósi, en þeir ekki verið búnir að ganga með smitið nægilega lcngi til að svara við berklaprófun þá sent gerð var í apríl 1959, en samkvæmt langri reynslu af berklaprófun á nautgripum virðast oft líða 2-3 mánuðir frá smitun þar til gripurinn gefur greinilega svörun við berklaprófi. Samkvæmt upplýsingum skólastjórans á Hólum var felld í mars 1959 gömul kýr sent hafði verið veik í nokkurn tíma og sýnt sjúkdómseinkenni frá öndunarfærum og hósta. Kýr þessi var urðuð án þess að nein skoðun eða krufning væri gerð, enda þá enginn grunur kominn upp um berklaveiki i gripum staðarins. Kann vel að vera að þessi kýr hafi veriö smitberi, þótt ekki verði það sannað. Þar sem margt benti til þess, er hér var komið, að um nautaberkla gæti verið að ræða var horfið að því ráði að fella alla þá 35 gripi sem svarað höfðu jákvætt jafnskjótt og við yrði komið. Allir voru þessir gripir frísklegir, í góðum holdum og báru ekki einkenni um berklaveiki. Nákvæm líffæra- skoðun var gerð á öllum gripunum er þeir voru felldir 20. október 1959. Fundust skemmdir af völdum berkla í 18gripum en í liinum 17 fannst ekkert er benti til berklasýkingar. í flestum þessara 18 gripa fundust berklahnútar í eitlum eingöngu en í 7 gripum sáust berklahnútar auk þess í lungum ogeinn þessara gripa hafði auk mikilla lungnaskemmda, útbreidda berklabólgu í brjósthimnu. Ekkert samræmi var á milli útkomu berklaprófs og berkla- skemmda í líffærum gripanna. jafnvel stærst útkoma í berklaprófi hjá sumum þeim gripum þar sem engar berklaskemmdir fundust við krufningu. Berklapróf leiddu í ljós, að eftir því sem tíminn leið, urðu fleiri og fleiri gripir jákvæðir af þeim sem saman höfðu verið í Ijósi veturinn 1958-1959. Var því enn gert bcrklapróf á öllum nautgripum á Hólum í desember 1959, alls 56 gripum. 14 þeirra 10 fullorðnir gripir og 4 vetrungar reyndust jákvæðir við prófið, og voru það allt gripir sem verið höfðu á búinu veturinn 217
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239
Page 240
Page 241
Page 242
Page 243
Page 244

x

Búnaðarrit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.